Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar 27. nóvember 2024 17:21 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun