Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 27. nóvember 2024 17:00 Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar