Meðal þess sem frambjóðendur tóku afstöðu til var hvort lækka ætti áfengiskaupaaldur, til borgarlínu, hvort íslenskt samfélag væri orðið of „woke“ og hvort þeir væru feminístar. Þá voru þau einnig beðin um að taka afstöðu til þess hvort að Ísraelar séu að fremja þjóðarmorð í Palestínu, til styttingar framhaldsskólaára og hælisleitenda svo eitthvað sé nefnt.
Þau Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson fengu til sín tíu frambjóðendur í skemmtilegar og öðruvísi kappræður þar sem þeim voru fengin ýmis verkefni. Þáttinn í heild sinni má horfa á neðst í fréttinni.
Horfa má á Kappleika í heild sinni hér fyrir neðan.