Settu bílslys á svið Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 10:36 Áreksturinn sem málið varðar varð á gatnamótum Gjáhellu og Breiðhellu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að sviðsetja bílslys í Hafnarfirði árið 2021. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til fjársvika. Honum var gefið að sök að hafa í félagi við annan mann sett umferðarslys á svið á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu þann 5. apríl 2021. Það hafi verið til þess að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar ökutækisins hjá Vátryggingafélagi Íslands vegna skemmda á tveimur bílum. Í ákæru segir að annar maðurinn hafi ekið bíl norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamótin við Breiðhellu í um það bil fjörutíu sekúndur, þar til hann ók bifreiðinni hægt í veg fyrir bíl sem hinn maðurinn ók norðvestur Breiðhellu. Bílarnir rákust á hvorn annan á gatnamótunum. Mennirnir tveir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sendi annar þeirra tryggingafélagi tilkynningu í tölvupósti samdægurs. Með þessu voru þeir sagðir hafa með blekkingum ætlað að fá tryggingafélagið til að bæta tjónið sem var samtals 1,2 milljónir króna. Í fyrstu var málið tekið fyrir sem eitt, með ákæru á hendur báðum mönnunum. En annar þeirra, sá sem nú er sakfelldur, mætti ekki fyrir dóm þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dómstólsins til að fá hann til að hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Málið var því slitið í sundur. Sá sem mætti játaði sök og dæmdi héraðsdómur í máli hans. Hinn maðurinn er samkvæmt lögbirtingablaðinu með lögheimili í Ítalíu. Þar sem hann var ekki viðstaddur var ákveðið að dæma í málinu að honum fjarverandi. Brot hans þóttu sönnuð með játningu hins mannsins. Líkt og áður segir hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Umferðaröryggi Tryggingar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til fjársvika. Honum var gefið að sök að hafa í félagi við annan mann sett umferðarslys á svið á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu þann 5. apríl 2021. Það hafi verið til þess að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar ökutækisins hjá Vátryggingafélagi Íslands vegna skemmda á tveimur bílum. Í ákæru segir að annar maðurinn hafi ekið bíl norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamótin við Breiðhellu í um það bil fjörutíu sekúndur, þar til hann ók bifreiðinni hægt í veg fyrir bíl sem hinn maðurinn ók norðvestur Breiðhellu. Bílarnir rákust á hvorn annan á gatnamótunum. Mennirnir tveir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sendi annar þeirra tryggingafélagi tilkynningu í tölvupósti samdægurs. Með þessu voru þeir sagðir hafa með blekkingum ætlað að fá tryggingafélagið til að bæta tjónið sem var samtals 1,2 milljónir króna. Í fyrstu var málið tekið fyrir sem eitt, með ákæru á hendur báðum mönnunum. En annar þeirra, sá sem nú er sakfelldur, mætti ekki fyrir dóm þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dómstólsins til að fá hann til að hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Málið var því slitið í sundur. Sá sem mætti játaði sök og dæmdi héraðsdómur í máli hans. Hinn maðurinn er samkvæmt lögbirtingablaðinu með lögheimili í Ítalíu. Þar sem hann var ekki viðstaddur var ákveðið að dæma í málinu að honum fjarverandi. Brot hans þóttu sönnuð með játningu hins mannsins. Líkt og áður segir hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Umferðaröryggi Tryggingar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira