Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 15:02 Jude Bellingham á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Real Madrid. getty/Jess Hornby Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, hefur útskýrt af hverju hann ræddi ekki við fjölmiðla á meðan Evrópumótinu í Þýskalandi stóð. Hann segir að fjölmiðlamenn hafi ekki látið fjölskyldu sína vera. „Það var fjallað um þetta eins og ég væri yfir þetta hafinn en það var ekki þannig,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Þetta snerist um að fjölmiðlamenn fóru og hittu fjölskyldu mína meðan ég var á mótinu, meðal annars ömmu mína og afa. Mér fannst það ekki rétt og vera virðingarleysi. Ég tók því persónulega og ákvað að einbeita mér bara að fótboltanum og láta verkin tala, í staðinn fyrir að tala við fjölmiðla sem virða mig greinilega ekki.“ Bellingham segir að ágengni fjölmiðla hafi truflað fjölskyldu hans á meðan EM var í gangi. „Fjölskyldan er í fyrsta sæti. Amma mín vildi ekki fara út úr húsi allt sumarið. Kannski hefði ég átt að láta vita af því svo fólk skildi mína hlið en þetta var aðeins persónulegra svo ég ákvað að halda mér saman,“ sagði Bellingham sem skoraði tvö mörk á EM þar sem Englendingar komust alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Spánverjum, 2-1. Bellingham hefur verið öllu rólegri í vetur en í byrjun síðasta tímabils. Þá skoraði hann fjórtán mörk í fyrstu fimmtán leikjum sínum fyrir Real Madrid í öllum keppnum. Nú eru mörkin aðeins tvö í fjórtán leikjum. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. EM 2024 í Þýskalandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Sjá meira
„Það var fjallað um þetta eins og ég væri yfir þetta hafinn en það var ekki þannig,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Þetta snerist um að fjölmiðlamenn fóru og hittu fjölskyldu mína meðan ég var á mótinu, meðal annars ömmu mína og afa. Mér fannst það ekki rétt og vera virðingarleysi. Ég tók því persónulega og ákvað að einbeita mér bara að fótboltanum og láta verkin tala, í staðinn fyrir að tala við fjölmiðla sem virða mig greinilega ekki.“ Bellingham segir að ágengni fjölmiðla hafi truflað fjölskyldu hans á meðan EM var í gangi. „Fjölskyldan er í fyrsta sæti. Amma mín vildi ekki fara út úr húsi allt sumarið. Kannski hefði ég átt að láta vita af því svo fólk skildi mína hlið en þetta var aðeins persónulegra svo ég ákvað að halda mér saman,“ sagði Bellingham sem skoraði tvö mörk á EM þar sem Englendingar komust alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Spánverjum, 2-1. Bellingham hefur verið öllu rólegri í vetur en í byrjun síðasta tímabils. Þá skoraði hann fjórtán mörk í fyrstu fimmtán leikjum sínum fyrir Real Madrid í öllum keppnum. Nú eru mörkin aðeins tvö í fjórtán leikjum. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
EM 2024 í Þýskalandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Sjá meira