Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2024 08:58 Hallgrímur Th. Björnsson er framkvæmdastjóri Varist sem stofnað var í mars á síðasta ári. Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti. Netöryggi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti.
Netöryggi Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira