„Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð Finnbogasyni líst mjög vel á þá tvo kosti sem eru mest í umræðunni sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira