Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Åge Hareide sést hér í síðasta leiknum sínum þegar Ísland tapaði á móti Wales i Þjóðadeildinni. Getty/James Gill Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. Hinn 71 árs gamli Hareide lýsti þessu yfir í hlaðvarpsþættinum „Bakrommet“ sem er þáttur á vegum norska ríkisútvarpsins. NRK sagði frá þessu á fréttasíðu sinni áður en þátturinn fór í loftið. „Ég hef ákveðið þetta. Það er kominn tími hjá mér að hætta. Ég er með slæmt hné. Ég verð að vera í toppformi ætli ég mér að sinna þessu,“ sagði Åge Hareide í hlaðvarpsþættinum. Frétt NRK um Åge Hareide og að hann sé hættur þjálfun.NRK Hareide var spurður af því hvernig tilfinning það væri að þjálfaraferlinum sé nú lokið. „Ég hugsa ekki mikið um það,“ sagði Hareide en verður hann ekki að hugsa um það núna? „Nei, ég veit það ekki. Ég hef ekki byrjað að hugsa um þetta ennþá. Mér líkar þetta ekki en svona er þetta bara. Það er vitjunartími á allt,“ sagði Hareide. Ståle Solbakken, þjálfari norska fótboltalandsliðsins, þekkir vel Hareide og hafði rætt við hann áður en ákvörðunin var gerð opinber. Þetta kom honum því ekki á óvart. „Ég ræddi við Åge fyrir síðasta landsliðsglugga. Þar talaði hann um að þetta yrði raunin svo þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Solbakken við NRK. „Hann er mikill meistari í endurkomum svo það er nú ekki alveg öruggt að við sjáum hann ekki aftur,“ sagði Solbakken. Solbakken hrósar Hareide líka fyrir framlag hans til norska fótboltans sem hann telur afar mikilvægt og lítur hann á Hareide sem brautryðjanda meðal norskra þjálfara bæði heima í Noregi sem og erlendis. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hinn 71 árs gamli Hareide lýsti þessu yfir í hlaðvarpsþættinum „Bakrommet“ sem er þáttur á vegum norska ríkisútvarpsins. NRK sagði frá þessu á fréttasíðu sinni áður en þátturinn fór í loftið. „Ég hef ákveðið þetta. Það er kominn tími hjá mér að hætta. Ég er með slæmt hné. Ég verð að vera í toppformi ætli ég mér að sinna þessu,“ sagði Åge Hareide í hlaðvarpsþættinum. Frétt NRK um Åge Hareide og að hann sé hættur þjálfun.NRK Hareide var spurður af því hvernig tilfinning það væri að þjálfaraferlinum sé nú lokið. „Ég hugsa ekki mikið um það,“ sagði Hareide en verður hann ekki að hugsa um það núna? „Nei, ég veit það ekki. Ég hef ekki byrjað að hugsa um þetta ennþá. Mér líkar þetta ekki en svona er þetta bara. Það er vitjunartími á allt,“ sagði Hareide. Ståle Solbakken, þjálfari norska fótboltalandsliðsins, þekkir vel Hareide og hafði rætt við hann áður en ákvörðunin var gerð opinber. Þetta kom honum því ekki á óvart. „Ég ræddi við Åge fyrir síðasta landsliðsglugga. Þar talaði hann um að þetta yrði raunin svo þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Solbakken við NRK. „Hann er mikill meistari í endurkomum svo það er nú ekki alveg öruggt að við sjáum hann ekki aftur,“ sagði Solbakken. Solbakken hrósar Hareide líka fyrir framlag hans til norska fótboltans sem hann telur afar mikilvægt og lítur hann á Hareide sem brautryðjanda meðal norskra þjálfara bæði heima í Noregi sem og erlendis.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira