Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 18:01 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir Åge Hareide, fráfarandi landsliðsþjálfara karla hafa stigið til hliðar að eigin ósk. Hann skilji sáttur við og formaðurinn þakkar Hareide sömuleiðis fyrir vel unnin störf. „Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira