Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Virpi mælir með að fólk hugsi sig um áður en það kaupir nýja hluti í vikunni. Vísir Fyrsti vottaði skipuleggjandinn hér á landi segir tilfinningar fyrst og fremst vera það sem þvælist fyrir fólki þegar kemur að tiltekt. Hún hvetur fólk til þess að kaupa ekki hluti að óþörfu í þeirri tilboðsviku sem nú er að renna upp í tilefni af Svörtum fössara. „Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“ Hús og heimili Bítið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“
Hús og heimili Bítið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira