Enn talsverður kraftur í eldgosinu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2024 16:00 Hraun flæðir enn í átt að varnargörðum við Svartsengi. Þar fer nú fram hraunkæling. Vísir/Vilhelm Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir að til samanburðar megi nefna að hraunflæðið í gosinu seinnipartinn í dag, mánudag, sé metinn á við hraunflæðið í kröftugustu gosunum í Fagradalsfjalli. Nyrsti gígurinn er virkastur og frá honum liggur nú megin hraunstraumurinn til austurs. Í nótt sást af og til slettast kvika upp fyrir gígbarma syðsta gígsins en ekki hefur sést til virkni í honum í dag. Svipað á við um miðgíginn sem var virkasti gígurinn fyrstu daga gossins, en verulega dró úr virkni í honum í gær. Samkvæmt tilkynningu hefur ekki sést virkni í honum í dag í vefmyndavélum. Þá kemur einnig fram að hraunstraumurinn sem hefur legið til vesturs hefur hægt á sér og kólnað á yfirborði. Enn megi þó búast við því að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborði í átt að varnargörðum við Svartsengi og Bláa Lónið þó svo að dregið hafi töluvert úr framrás þess. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar mældu útbreiðslu hraunsins á laugardaginn þegar gos hafði staðið yfir í um þrjá daga. Þá var heildarrúmmál hrauns orðið um 43 milljónir rúmmetra og þakti það um 8,5 ferkílómetra lands. Þetta er um 65 prósent af því rúmmáli sem kom upp í síðasta eldgosi sem stóð í 14 daga. Þá segir að land haldi áfram að síga í Svartsengi en að hægt hafi á því. Enn sé of snemmt að segja til um það hvort kvikusöfnin haldi áfram undir Svartsengi. Þá er bent á að mikilvægt sé að halda áfram að fylgjast með gosmengun. Vindáttin snúist í dag og verði breytileg og því megi vænta þess að gosmengun geti dreifst um nærliggjandi svæði á suðvesturhelmingi landsins. Sjá gasdreifingarspá og rauntímamælingar á vef Umhverfisstofnunar Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumat og er það óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir til kl. 15, miðvikudaginn 27. nóvember, að öllu óbreyttu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Þar segir að til samanburðar megi nefna að hraunflæðið í gosinu seinnipartinn í dag, mánudag, sé metinn á við hraunflæðið í kröftugustu gosunum í Fagradalsfjalli. Nyrsti gígurinn er virkastur og frá honum liggur nú megin hraunstraumurinn til austurs. Í nótt sást af og til slettast kvika upp fyrir gígbarma syðsta gígsins en ekki hefur sést til virkni í honum í dag. Svipað á við um miðgíginn sem var virkasti gígurinn fyrstu daga gossins, en verulega dró úr virkni í honum í gær. Samkvæmt tilkynningu hefur ekki sést virkni í honum í dag í vefmyndavélum. Þá kemur einnig fram að hraunstraumurinn sem hefur legið til vesturs hefur hægt á sér og kólnað á yfirborði. Enn megi þó búast við því að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborði í átt að varnargörðum við Svartsengi og Bláa Lónið þó svo að dregið hafi töluvert úr framrás þess. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar mældu útbreiðslu hraunsins á laugardaginn þegar gos hafði staðið yfir í um þrjá daga. Þá var heildarrúmmál hrauns orðið um 43 milljónir rúmmetra og þakti það um 8,5 ferkílómetra lands. Þetta er um 65 prósent af því rúmmáli sem kom upp í síðasta eldgosi sem stóð í 14 daga. Þá segir að land haldi áfram að síga í Svartsengi en að hægt hafi á því. Enn sé of snemmt að segja til um það hvort kvikusöfnin haldi áfram undir Svartsengi. Þá er bent á að mikilvægt sé að halda áfram að fylgjast með gosmengun. Vindáttin snúist í dag og verði breytileg og því megi vænta þess að gosmengun geti dreifst um nærliggjandi svæði á suðvesturhelmingi landsins. Sjá gasdreifingarspá og rauntímamælingar á vef Umhverfisstofnunar Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumat og er það óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir til kl. 15, miðvikudaginn 27. nóvember, að öllu óbreyttu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira