Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 15:44 Úr bæklingi sem borinn var í hvert hús í Þorlákshöfn. Þar er varað við því að samþykkt verði í íbúakosningu malarvinnsla Heidelberg í Þorlákshöfn. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það sex einstaklingar sem standa að baki bæklingnum. Þó fyrirhugaðar Alþingiskosningar séu æsispennandi er ekki síður tekist hart á um önnur atkvæði íbúa í Ölfusi; hvort þeir munu samþykkja atvinnustarfsemi Heidelberg Materials í Þorlákshöfn eða ekki. Mikið er undir. Í dag hefur bréfi frá Þorsteini Víglundssyni, talsmaður Heidelbergs á Íslandi, verið dreift til íbúa Þorlákshafnar. Þar segir að undanfarin þrjú ári hafi fyrirtækið átt í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og íbúa í Þorlákshöfn vegna áhuga fyrirtækisins á að hefja atvinnustarfsemi í bænum, reisa þar nýja höfn og vinnslu sem henni tengist. Bréf Þorsteins Víglundssonar sem borið var í hvert hús í Þorlákshöfn. Þar er því heitið, meðal annars, að verksmiðju Heidelbergs fylgi 160 varanleg störf. Boðað er til íbúafundar á miðvikudagskvöldið í ráðhúsinu. Þorsteinn segir áformin vera og hafi ávallt verið að reynast góður granni. Og hann lýsir yfir einlægum vilja til að renna styrkari stoðum undir þann öfluga og blómlega bæ sem Þorlákshöfn sé. Þeir bjóði fram fjölbreytt atvinnutækifæri og tekjuaukningu fyrir bæjarfélagið. Þorsteinn lofar 160 varanlegum störfum auk fjölda nýrra starfa á byggingartíma. Efnislega endurtekur Þorsteinn það sem hann hafði áður sagt í viðtali við Vísi: Þorsteinn segir að allt þetta sé undir íbúum komið, í atkvæðagreiðslu og boðar að endingu til íbúafundar í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, á miðvikudag 27. nóvember klukkan átta. Segjum nei við Heidelberg Við allt annan tón kveður hins vegar í bæklingi sem einnig var dreift í hús í dag, undir yfirskriftinni: „Segjum nei við Heidelberg“. Um er að ræða myndskreyttan bækling þar sem farið er yfir áhrifin sem mega heita neikvæð. Nefnt er að til standi að flytja heilt fjall – Litla-Sandfell – úr landi sem fela í sér óafturkræfar breytingar en sé mögulega bara fyrsta skrefið hjá Heidelberg. Nýjustu rannsóknir svari ekki spurningum sem First Water, fiskeldisfyrirtæki, hafi sett fram þegar það fyrirtæki kærði fyrirætlanir Heildelbergs. Það sé því kynnt á fölskum forsendum. Í bæklingnum er bent á ýmislegt neikvætt sem fylgt gæti fyrirhugaðri verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Einnig er þar komið inn á mikla þungaflutninga um Þrengslin sem fylgi malarflutningunum. Hundrað og tíu ferðir á degi hverjum og er vitnað til Skipulagsstofnunar sem bent hefur á að „ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar.“ Í bæklingnum, sem er nafnlaus, er sagt að staðhæfingar Heidelberg Materials um há meðallaun séu villandi í besta falli. Stóraukin mengun fylgi starfseminni og því velt upp að fasteignaverð lækki? Þá er sagt að fyrirtækið sé, án þess að hafa haft nokkra starfsemi í Þorlákshöfn, sé að kaupa sér velvild íbúa með því að styrkja íþróttastarf í bænum, svo eitthvað sé nefnt. Hvers vegna ekki að bíða niðurstöðu dómara? Þá er spurt hverjir hagnist og þar er sjónum beint að Þorsteini sjálfum auk aðventista sem eigi Litla-Sandfell. Greint er frá því að Kirkja sjöunda dags aðventista hafi gert samning við Eden Mining, sem sé milliliður og hagnist í raun án þess að gera neitt nema vera milliliðir. Myndir birtar af Kristni Ólafssyni og Eiríki Ingvarssyni auk Gavins Anthony, sem nýverið lét af störfum sem formaður Aðventista á Íslandi. Nefnt er að Kirkja aðventista eigi námurnar en hópur aðventista standi nú í málaferlum við trúfélagið fyrir að hafa „skrifað ólöglega undir samningnum sem verkefni Heidelbergs byggist á. Ef málið vinnst verður samningurinn dæmdur ólöglegur og engin verksmiðja reist. Hvers vegna er verið að kjósa um verksmiðjuna í stað þess að bíða eftir niðurstöðu dómsstóla?“ er þar spurt. Tengd skjöl Segjum_Nei_við_HeidelbergPDF4.8MBSækja skjal Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Tengdar fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. 22. nóvember 2024 14:36 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í dag hefur bréfi frá Þorsteini Víglundssyni, talsmaður Heidelbergs á Íslandi, verið dreift til íbúa Þorlákshafnar. Þar segir að undanfarin þrjú ári hafi fyrirtækið átt í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og íbúa í Þorlákshöfn vegna áhuga fyrirtækisins á að hefja atvinnustarfsemi í bænum, reisa þar nýja höfn og vinnslu sem henni tengist. Bréf Þorsteins Víglundssonar sem borið var í hvert hús í Þorlákshöfn. Þar er því heitið, meðal annars, að verksmiðju Heidelbergs fylgi 160 varanleg störf. Boðað er til íbúafundar á miðvikudagskvöldið í ráðhúsinu. Þorsteinn segir áformin vera og hafi ávallt verið að reynast góður granni. Og hann lýsir yfir einlægum vilja til að renna styrkari stoðum undir þann öfluga og blómlega bæ sem Þorlákshöfn sé. Þeir bjóði fram fjölbreytt atvinnutækifæri og tekjuaukningu fyrir bæjarfélagið. Þorsteinn lofar 160 varanlegum störfum auk fjölda nýrra starfa á byggingartíma. Efnislega endurtekur Þorsteinn það sem hann hafði áður sagt í viðtali við Vísi: Þorsteinn segir að allt þetta sé undir íbúum komið, í atkvæðagreiðslu og boðar að endingu til íbúafundar í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, á miðvikudag 27. nóvember klukkan átta. Segjum nei við Heidelberg Við allt annan tón kveður hins vegar í bæklingi sem einnig var dreift í hús í dag, undir yfirskriftinni: „Segjum nei við Heidelberg“. Um er að ræða myndskreyttan bækling þar sem farið er yfir áhrifin sem mega heita neikvæð. Nefnt er að til standi að flytja heilt fjall – Litla-Sandfell – úr landi sem fela í sér óafturkræfar breytingar en sé mögulega bara fyrsta skrefið hjá Heidelberg. Nýjustu rannsóknir svari ekki spurningum sem First Water, fiskeldisfyrirtæki, hafi sett fram þegar það fyrirtæki kærði fyrirætlanir Heildelbergs. Það sé því kynnt á fölskum forsendum. Í bæklingnum er bent á ýmislegt neikvætt sem fylgt gæti fyrirhugaðri verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Einnig er þar komið inn á mikla þungaflutninga um Þrengslin sem fylgi malarflutningunum. Hundrað og tíu ferðir á degi hverjum og er vitnað til Skipulagsstofnunar sem bent hefur á að „ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar.“ Í bæklingnum, sem er nafnlaus, er sagt að staðhæfingar Heidelberg Materials um há meðallaun séu villandi í besta falli. Stóraukin mengun fylgi starfseminni og því velt upp að fasteignaverð lækki? Þá er sagt að fyrirtækið sé, án þess að hafa haft nokkra starfsemi í Þorlákshöfn, sé að kaupa sér velvild íbúa með því að styrkja íþróttastarf í bænum, svo eitthvað sé nefnt. Hvers vegna ekki að bíða niðurstöðu dómara? Þá er spurt hverjir hagnist og þar er sjónum beint að Þorsteini sjálfum auk aðventista sem eigi Litla-Sandfell. Greint er frá því að Kirkja sjöunda dags aðventista hafi gert samning við Eden Mining, sem sé milliliður og hagnist í raun án þess að gera neitt nema vera milliliðir. Myndir birtar af Kristni Ólafssyni og Eiríki Ingvarssyni auk Gavins Anthony, sem nýverið lét af störfum sem formaður Aðventista á Íslandi. Nefnt er að Kirkja aðventista eigi námurnar en hópur aðventista standi nú í málaferlum við trúfélagið fyrir að hafa „skrifað ólöglega undir samningnum sem verkefni Heidelbergs byggist á. Ef málið vinnst verður samningurinn dæmdur ólöglegur og engin verksmiðja reist. Hvers vegna er verið að kjósa um verksmiðjuna í stað þess að bíða eftir niðurstöðu dómsstóla?“ er þar spurt. Tengd skjöl Segjum_Nei_við_HeidelbergPDF4.8MBSækja skjal
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Tengdar fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. 22. nóvember 2024 14:36 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. 22. nóvember 2024 14:36
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39