Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 15:21 Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ingveldur Anna Sigurðardóttir Suðurkjördæmi Skattar og tollar Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun