Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:10 Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagasamtök Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar