Bryony Mathew sendiherra Bretlands á Íslandi og jarlinn Charles Spencer í kokteilaboði í tengslum við glæpasagnahátíðina Iceland Noir.Breska sendiráðið
Það var margt um manninn og líf og fjör í breska sendiráðinu í Reykjavík um helgina. Tilefnið var kokteilboð til að heiðra breska rithöfunda sem staddir voru á Íslandi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Stjörnur á borð við David Walliams og Charles Spencer skáluðu og skemmtu sér vel.
Leikarinn og rithöfundurinn David Walliams er einna helst þekktur fyrir leik sinn í Little Britain, sem dómari í Britain’s Got Talent og fyrir barnabækur sínar. Einnig voru á svæðinu rithöfundurinn Ann Cleeves sem skrifaði bækurnar um Veru Stanhope sem urðu að sjónvarpsþáttum sem margir Íslendingar þekkja, en leikkonan Brenda Blethyn sem leikur Veru var einnig stödd í boðinu.
Charles Spencer rithöfundur var meðal gesta en hann þekkja margir sem bróður Díönu prinsessu. Fleiri stór nöfn úr rithöfundaheiminum voru í boðinu svo sem David Baddiel og Anthony Horowitz ásamt hópi íslenskra rithöfunda og fór mjög vel á með gestum.
Hér má sjá vel valdar myndir frá kokteilboðinu:
Tim Glister, Megan Davis, TM Logan og Kate Sawyer.Breska sendiráðiðDavid Walliams og Brenda Blethyn.Breska sendiráðiðAnn Cleeves, Suzy Aspley og Jane McLoughlin.Breska sendiráðiðDavid Baddiel, Brenda Blethyn og David Walliams.Breska sendiráðiðMegan Davis og Tim Glister.Breska sendiráðiðÖrnólfur Thorsson og Sverrir Norland.Breska sendiráðiðBryony Mathew og Eliza Reid.Breska sendiráðiðSJ Watson ásamt systrunum Kamillu og Júlíu Einarsdætrum.Breska sendiráðiðRagnar Jónasson, til hægri, er einn af aðal skipuleggjendum Iceland Noir.Breska sendiráðiðKokteilar og fjör í boðinu.Breska sendiráðiðEinar Kárason og Anthony Horowitz.Breska sendiráðiðAliya Ali-Afzal, Hattie Williams og Sophie Stewart.Breska sendiráðiðDavid Walliams, David Baddiel og Ragnar Jónasson.Breska sendiráðiðYrsa Sigurðardóttir, Sara Blædel og Anthony Horowitz.Breska sendiráðiðJarlinn Charles Spencer til hægri ræddi við gesti.Breska sendiráðiðBryony Mathew og Earl Charles Spencer.Breska sendiráðið