Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 11:12 Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs. Í mánuðinum lagði fráfarandi ríkisstjórn á tvo nýja skatta, þar af annan á almenning og hinn á ferðaþjónustuna. En hvar enda skattahækkanir, og hverjir bera raunverulegan kostnað þeirra? Skattahækkanir eru oft kynntar sem úrræði sem aðeins bitnar á „þeim með breiðustu bökin“ eða stórfyrirtækjum. En í raunveruleikanum hafa slíkar hækkanir víðtæk áhrif á alla í samfélaginu. Hvort sem það er beint eða óbeint, þá lendir aukin skattheimta á almenningi. Beinar skattahækkanir á almenning Beinar skattahækkanir, eins og hækkun á virðisaukaskatti eða tekjuskatti, hafa augljós áhrif. Þær draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga, skerða kaupmátt og þrengja að fjölskyldum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman. Sérstaklega verður þetta áþreifanlegt í núverandi verðbólguástandi, þar sem hækkandi kostnaður í öllum grunnþörfum – matvöru, húsnæði og fleira – gerir lífið dýrara fyrir alla. Óbeinar skattahækkanir – áhrif á fyrirtæki og neytendur Þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki, eins og hækkun á tekjuskatti eða sérstökum umhverfissköttum, þurfa þau að bregðast við því. Algengasta leiðin er að velta kostnaðinum yfir á neytendur í formi hærra vöruverðs. Þannig endar skatturinn hjá almenningi, jafnvel þó skatturinn sé ekki lagður beint á hann. Ef fyrirtæki geta ekki velt kostnaðinum áfram, lenda þau í samdrætti. Þetta getur leitt til fækkunar starfa eða minni fjárfestinga, sem skerðir hagvöxt og minnkar tækifæri fyrir samfélagið í heild. Skattahækkanir og áhrif þeirra á einkaframtak og verðmætasköpun Þegar skattar eru hækkaðir um of, hefur það hamlandi áhrif á einkaframtak og verðmætasköpun í samfélaginu. Fyrirtæki og einstaklingar, sem myndu annars nýta fjármagn sitt til að skapa störf, fjárfesta í nýsköpun eða byggja upp ný fyrirtæki, neyðast til að draga saman seglin. Þetta minnkar svigrúm þeirra til að taka áhættu og þróa ný verkefni sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunnar. Hærri skattar draga úr hvatanum til að stunda frumkvöðlastarfsemi og reka fyrirtæki sem leiðir til þess að tækifæri sem eru til staðar verða ekki gripinn. Hver greiðir fyrir skattahækkanir? Svarið er einfalt: það erum við öll. Hvort sem það er í gegnum hærra vöruverð, minni atvinnumöguleika eða skerðingu á kaupmætti. Almenningur er burðarás samfélagsins og endar ávallt með að bera kostnað skattahækkana, jafnvel þegar þær eru settar fram sem „réttlátar“. Lausnin – ábyrg fjármálastjórn Freistnivandi stjórnmálamanna er að lofa að gera allt fyrir alla og borga fyrir það með hærri sköttum. Frekar en að hækka skatta, ætti áherslan að vera á skynsamlega fjármálastjórn. Með því að draga úr sóun í opinberum rekstri, hætta við óskynsamleg verkefni og forgangsraða öðrum og skapa hagstæðara umhverfi fyrir atvinnulíf til að blómstra, má tryggja heilbrigðan ríkissjóð án þess að þyngja byrðar almennings. Of háir skattar setja keðjuverkandi neikvæð áhrif af stað. Þeir veikja undirstöður einkaframtaksins, sem er forsenda verðmætasköpunar og öflugs samfélags. Til að skapa heilbrigt umhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki þrífast, er nauðsynlegt að viðhalda hóflegri skattheimtu sem hvetur til vaxtar fremur en samdráttar. Skattahækkanir virðast kannski einfaldar lausnir á yfirborðinu, en þegar grannt er skoðað lenda þær alltaf á sama stað – hjá venjulegu fólki. Það er kominn tími til að stjórnvöld endurskoði leiðir sínar og setji hagsmuni fólksins í forgang. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum gæluverkefnum ríkisins sem engu skila fyrir samfélagið. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs. Í mánuðinum lagði fráfarandi ríkisstjórn á tvo nýja skatta, þar af annan á almenning og hinn á ferðaþjónustuna. En hvar enda skattahækkanir, og hverjir bera raunverulegan kostnað þeirra? Skattahækkanir eru oft kynntar sem úrræði sem aðeins bitnar á „þeim með breiðustu bökin“ eða stórfyrirtækjum. En í raunveruleikanum hafa slíkar hækkanir víðtæk áhrif á alla í samfélaginu. Hvort sem það er beint eða óbeint, þá lendir aukin skattheimta á almenningi. Beinar skattahækkanir á almenning Beinar skattahækkanir, eins og hækkun á virðisaukaskatti eða tekjuskatti, hafa augljós áhrif. Þær draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga, skerða kaupmátt og þrengja að fjölskyldum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman. Sérstaklega verður þetta áþreifanlegt í núverandi verðbólguástandi, þar sem hækkandi kostnaður í öllum grunnþörfum – matvöru, húsnæði og fleira – gerir lífið dýrara fyrir alla. Óbeinar skattahækkanir – áhrif á fyrirtæki og neytendur Þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki, eins og hækkun á tekjuskatti eða sérstökum umhverfissköttum, þurfa þau að bregðast við því. Algengasta leiðin er að velta kostnaðinum yfir á neytendur í formi hærra vöruverðs. Þannig endar skatturinn hjá almenningi, jafnvel þó skatturinn sé ekki lagður beint á hann. Ef fyrirtæki geta ekki velt kostnaðinum áfram, lenda þau í samdrætti. Þetta getur leitt til fækkunar starfa eða minni fjárfestinga, sem skerðir hagvöxt og minnkar tækifæri fyrir samfélagið í heild. Skattahækkanir og áhrif þeirra á einkaframtak og verðmætasköpun Þegar skattar eru hækkaðir um of, hefur það hamlandi áhrif á einkaframtak og verðmætasköpun í samfélaginu. Fyrirtæki og einstaklingar, sem myndu annars nýta fjármagn sitt til að skapa störf, fjárfesta í nýsköpun eða byggja upp ný fyrirtæki, neyðast til að draga saman seglin. Þetta minnkar svigrúm þeirra til að taka áhættu og þróa ný verkefni sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunnar. Hærri skattar draga úr hvatanum til að stunda frumkvöðlastarfsemi og reka fyrirtæki sem leiðir til þess að tækifæri sem eru til staðar verða ekki gripinn. Hver greiðir fyrir skattahækkanir? Svarið er einfalt: það erum við öll. Hvort sem það er í gegnum hærra vöruverð, minni atvinnumöguleika eða skerðingu á kaupmætti. Almenningur er burðarás samfélagsins og endar ávallt með að bera kostnað skattahækkana, jafnvel þegar þær eru settar fram sem „réttlátar“. Lausnin – ábyrg fjármálastjórn Freistnivandi stjórnmálamanna er að lofa að gera allt fyrir alla og borga fyrir það með hærri sköttum. Frekar en að hækka skatta, ætti áherslan að vera á skynsamlega fjármálastjórn. Með því að draga úr sóun í opinberum rekstri, hætta við óskynsamleg verkefni og forgangsraða öðrum og skapa hagstæðara umhverfi fyrir atvinnulíf til að blómstra, má tryggja heilbrigðan ríkissjóð án þess að þyngja byrðar almennings. Of háir skattar setja keðjuverkandi neikvæð áhrif af stað. Þeir veikja undirstöður einkaframtaksins, sem er forsenda verðmætasköpunar og öflugs samfélags. Til að skapa heilbrigt umhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki þrífast, er nauðsynlegt að viðhalda hóflegri skattheimtu sem hvetur til vaxtar fremur en samdráttar. Skattahækkanir virðast kannski einfaldar lausnir á yfirborðinu, en þegar grannt er skoðað lenda þær alltaf á sama stað – hjá venjulegu fólki. Það er kominn tími til að stjórnvöld endurskoði leiðir sínar og setji hagsmuni fólksins í forgang. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum gæluverkefnum ríkisins sem engu skila fyrir samfélagið. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun