Atli Hrafn er uppalinn KR-ingur en gekk til liðs við Fulham ungur að árum. Eftir að hann kom heim árið 2018 hefur hann spilað með Víkingi, Breiðablik, ÍBV og síðast með HK.
Eiður Gauti er ekki uppalinn KR-ingur eins og Atli en fram kemur í fréttatilkynningu KR að faðir Eiðs, Sæbjörn Guðmundsson, lék 154 leiki í efstu deild fyrir KR og skoraði í þeim 20 mörk. Eiður lék átta leiki fyrir HK í sumar og skoraði þrjú mörk, en hann lék einnig nokkra leiki með Ými í 4. deildinni. Hann hefur flakkað á milli þessara liða undanfarin ár, en Ýmir er venslafélag HK.
Þeir Atli og Eiður eru báðir fæddir 1999 og Atli ætti að kannast við við þjálfara KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann lék undir hans stjórn í yngri flokkum liðsins.
Uppfært 22:40 - Ein félagaskipti til!
KR-ingar voru ekki hættir því klukkan hálf ellefu í kvöld staðfesti félagið þriðju félagaskipti dagsins. Miðjumaðurinn Vicente Valor er kominn í KR frá ÍBV og gerir þriggja ára samning við félagið.