Sveindís kom inn á í stöðu 1-0 á 73. mínútu en algjör viðsnúningur varð á leiknum í kjölfarið. Lineth Beerensteyn jafnaði metin á 82. mínútu og á þeirri 86. kom Sveindís Wolfsburg 1-2 yfir. Hún kórónaði svo glæsilega innkomu sína með síðasta marki leiksins þegar langt var komið fram í uppbótartíma.
Mörkin tvö eflaust kærkomin fyrir Sveindísi sem var utan hóps í Meistaradeildinni í vikunni vegna veikinda en stimplaði sig væntanlega aftur inn í liðið með látum með þessari frammistöðu.