Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 12:33 Hörður Björgvin Magnússon hefur mátt þola afar erfiðan tíma hjá Panathinaikos, vegna meiðsla. Getty/Jose Manuel Alvarez Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, mun ekki geta spilað að nýju fyrr en næsta vor en þá verður eitt og hálft ár liðið síðan að hann sleit krossband í hné. Fótbolti.net greinir frá þessu og segir að Hörður hafi nýverið neyðst til að fara í aðra aðgerð vegna verks í hné, eftir að hafa verið kominn aftur á ferðina í haust eftir hið langa og erfiða endurhæfingarferli sem fylgir krossbandsslitum. Hörður er leikmaður Panathinaikos og hann sleit upphaflega krossband í hné í leik við AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni, í september 2023. Harðar hefur verið saknað í íslenska landsliðinu en þar hefur hann spilað 49 leiki, þar á meðal alla þrjá leikina á HM 2018. Gæti snúið aftur rétt áður en samningur rennur út Þessi 31 árs gamli varnarmaður fór samkvæmt frétt Fótbolta.net í seinni hnéaðgerðina í Barcelona, hjá spænska lækninum Ramon Cugat sem er sá sami og sá um aðgerðina fyrir Manchester City-manninn Rodri, handhafa Gullknattarins. „Hörður fór í liðspeglun og var hugað að sinabólgu til að ná stöðugleika á hnéð,“ segir í fréttinni og er talið að Hörður gæti snúið aftur til leiks í apríl eða maí á næsta ári. Það yrði þá rétt áður en núgildandi samningur Harðar við Panathinaikos á að renna út, en hann gildir út júní á næsta ári. Hörður hefur verið leikmaður Panathinaikos frá árinu 2022 en var áður hjá CSKA Moskvu í fjögur ár. Þar áður lék hann með Bristol City eftir að hafa byrjað atvinnumannsferil sinn sem leikmaður Juventus, þó hann hafi ekki spilað fyrir aðallið félagsins. Hann lék sem lánsmaður með Spezia og Cesena á Ítalíu áður en hann fór til Bristol árið 2016, eftir að hafa verið í EM-hópi Íslands í Frakklandi það ár. Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá þessu og segir að Hörður hafi nýverið neyðst til að fara í aðra aðgerð vegna verks í hné, eftir að hafa verið kominn aftur á ferðina í haust eftir hið langa og erfiða endurhæfingarferli sem fylgir krossbandsslitum. Hörður er leikmaður Panathinaikos og hann sleit upphaflega krossband í hné í leik við AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni, í september 2023. Harðar hefur verið saknað í íslenska landsliðinu en þar hefur hann spilað 49 leiki, þar á meðal alla þrjá leikina á HM 2018. Gæti snúið aftur rétt áður en samningur rennur út Þessi 31 árs gamli varnarmaður fór samkvæmt frétt Fótbolta.net í seinni hnéaðgerðina í Barcelona, hjá spænska lækninum Ramon Cugat sem er sá sami og sá um aðgerðina fyrir Manchester City-manninn Rodri, handhafa Gullknattarins. „Hörður fór í liðspeglun og var hugað að sinabólgu til að ná stöðugleika á hnéð,“ segir í fréttinni og er talið að Hörður gæti snúið aftur til leiks í apríl eða maí á næsta ári. Það yrði þá rétt áður en núgildandi samningur Harðar við Panathinaikos á að renna út, en hann gildir út júní á næsta ári. Hörður hefur verið leikmaður Panathinaikos frá árinu 2022 en var áður hjá CSKA Moskvu í fjögur ár. Þar áður lék hann með Bristol City eftir að hafa byrjað atvinnumannsferil sinn sem leikmaður Juventus, þó hann hafi ekki spilað fyrir aðallið félagsins. Hann lék sem lánsmaður með Spezia og Cesena á Ítalíu áður en hann fór til Bristol árið 2016, eftir að hafa verið í EM-hópi Íslands í Frakklandi það ár.
Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira