Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 23:02 Kosningarnar sem standa nú yfir má líkja við sætisbeltaljós í miðri ókyrrð. Hvað á að kjósa þegar fjármál landsins, skólamál, geðheilbrigðismál og umhverfismál eru öll í hnút? Flokkarnir lofa öllu fögru en hvað ætla þau að standa við, hvernig getum við vitað betur? Umhverfismál eru kannski ekki það fyrsta sem þú skoðar en það er góð vísbending á það fyrir hverja flokkarnir eru að berjast. Ef þeim er skítsama um umhverfið eru þeir sannarlega ekki að berjast fyrir framtíð næstu kynslóða. Ef stefnuskráin segir ekkert um verndun auðlinda okkar eða loftlags, þá er líklegt að hún sé gerð fyrir olíufursta og útrásarvíkinga. Því vil ég benda þér á að ef þú ert ekki eitt af ofantöldu…. Þá eru þeir ekki að berjast með þig í huga. Það er engin árás fólgin í því að segja að við getum gert betur heldur er það áminning. Áminning á það að við erum ótrúleg tegund sem getur svo margt. Við náðum að gera jörðina að okkar leikvelli á örfáum öldum en til þess að eyðileggja ekki þennan leikvöll á næstu árum þarf að endurhugsa hvernig við förum með hann. Ég vil ekki að allir hugsi eins og ég en þó óska ég þess að ég fái að vera lítill partur af hugsunum allra. Drastískar breytingar eru ekki í kortunum hjá þér á næstunni en spurðu þig af hverju þú gerir hlutina eins og þú gerir þá. Fyrir fólk eins og mig(og öll hin sem eru líka vel þenkjandi og forvitin) vil ég minna á Sólina sem kemur út um helgina. Hvað er betra en að sjá einfaldan einkunnaskala þar sem sérfræðingar hafa fengið að dýfa sér í málefni flokkanna. 23.nóvember í beinu streymi. Meira má sjá um það á vefsíðu ungra umhverfissinna. Enginn er að segja þér að vera ég en ég hvet þig til að opna huga þinn og líta á þetta sem tækifæri til að velja fyrir þig sem og afkomendur þína. Höfundur er ungmennafulltrúi sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kosningarnar sem standa nú yfir má líkja við sætisbeltaljós í miðri ókyrrð. Hvað á að kjósa þegar fjármál landsins, skólamál, geðheilbrigðismál og umhverfismál eru öll í hnút? Flokkarnir lofa öllu fögru en hvað ætla þau að standa við, hvernig getum við vitað betur? Umhverfismál eru kannski ekki það fyrsta sem þú skoðar en það er góð vísbending á það fyrir hverja flokkarnir eru að berjast. Ef þeim er skítsama um umhverfið eru þeir sannarlega ekki að berjast fyrir framtíð næstu kynslóða. Ef stefnuskráin segir ekkert um verndun auðlinda okkar eða loftlags, þá er líklegt að hún sé gerð fyrir olíufursta og útrásarvíkinga. Því vil ég benda þér á að ef þú ert ekki eitt af ofantöldu…. Þá eru þeir ekki að berjast með þig í huga. Það er engin árás fólgin í því að segja að við getum gert betur heldur er það áminning. Áminning á það að við erum ótrúleg tegund sem getur svo margt. Við náðum að gera jörðina að okkar leikvelli á örfáum öldum en til þess að eyðileggja ekki þennan leikvöll á næstu árum þarf að endurhugsa hvernig við förum með hann. Ég vil ekki að allir hugsi eins og ég en þó óska ég þess að ég fái að vera lítill partur af hugsunum allra. Drastískar breytingar eru ekki í kortunum hjá þér á næstunni en spurðu þig af hverju þú gerir hlutina eins og þú gerir þá. Fyrir fólk eins og mig(og öll hin sem eru líka vel þenkjandi og forvitin) vil ég minna á Sólina sem kemur út um helgina. Hvað er betra en að sjá einfaldan einkunnaskala þar sem sérfræðingar hafa fengið að dýfa sér í málefni flokkanna. 23.nóvember í beinu streymi. Meira má sjá um það á vefsíðu ungra umhverfissinna. Enginn er að segja þér að vera ég en ég hvet þig til að opna huga þinn og líta á þetta sem tækifæri til að velja fyrir þig sem og afkomendur þína. Höfundur er ungmennafulltrúi sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun