Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2024 21:32 Eva Heiða segir Sigurð Inga mögulega í hættu a að ná ekki inn á þing. Stöð 2 Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með einum eða tveimur flokkum í viðbót miðað við nýjustu könnun Maskínu. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar gæti verið í hættu á að ná ekki inn og fjölgun flokka á mörkum þess að ná inn þingmanni gæti boðið upp á strategíska kosningu. Samfylkingin bætir við sig þremur prósentum milli vikna í nýjustu könnun Maskínu og mælist nú með 22,7 prósenta fylgi. Eftir að hafa verið á niðurleið síðan í maí bætir flokkurinn í fyrsta sinn við sig milli kannana. Viðreisn er enn á uppleið og bætir við sig einu prósentustigi. Enn er marktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem bætir þó við sig og er nú í 14,6 prósentum. Litlar eða engar breytingar eru á fylgi Miðflokks, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Lýðræðisflokks. Framsókn missir nokkuð fylgi, fer úr 7,3 í 5,9 prósent og Píratar detta út af þingi. Eftir stórt stökk í síðustu viku tapa Sósíalistar rúmu prósentustigi. Samkvæmt þessu myndi Samfylking fá 16 þingsæti, Viðreisn 15, Sjálfstæðisflokkurinn tíu, Miðflokkurinn níu, Flokkur fólksins sex, Framsóknarflokkurinn fjóra og Sósíalistar þrjá. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa verið í kringum 20 prósent í margar vikur. Fall síðustu viku gæti tengst máli Þórðar Snæs en gæti líka ekki tengst því. Hún segir Framsókn líklega ekki í hættu. Sögulega hafi flokkurinn verið vanmetinn í skoðanakönnunum og hafi fengið meira út úr kosningum. Þegar litið sé á skiptingu atkvæða eftir kjördæmum sé þó áhugavert að formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, gæti verið í hættu að ná ekki inn á þing. Sigurður Ingi í mögulegri hættu Samkvæmt könnun Maskínu er Framsóknarflokkurinn með mest fylgi á Norðurlandi, eða 11,7 prósent, en minnst í Reykjavík, eða 3,5 prósent. Á Suðurlandi, í kjördæmi Sigurðar Inga, mælist flokkurinn í nýjustu könnuninni með 9,4 prósent. Með í þeim tölum er líka fylgi flokksins á Reykjanesi. Píratar detta út af þingi samkvæmt könnuninni og Eva Heiða segir þeirra fylgi ekki haggast. Samkvæmt könnun Maskínu er flokkurinn með 4,3 prósenta fylgi. Mest er fylgið í Reykjavík en er þó aðeins um 6 prósent og 5,7 prósent í nágrannasveitarfélögum. Utan höfuðborgarsvæðisins mælast Píratar með 0,6-2,7 prósenta fylgi. „Þeir hafa yfirleitt verið ofmetnir í könnunum og ef maður á að byggja á því verður maður að segja að þeir séu í mikilli fallhættu,“ segir Eva Heiða. Fleiri flokkar séu á mörkunum, eins og Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn. Sá síðarnefndi er í heildina með 3,1 prósenta fylgi. Ef litið er til kjördæma ná þau aðeins í einu að vera yfir fimm prósentum og það er á Norðurlandi þar sem flokkurinn mælist með 6,9 prósenta fylgi. Eva Heiða segir flokkinn ekki hafa verið van- eða ofmetinn hingað til. Hún verði líklega að „éta hattinn sinn“ varðandi fyrri fullyrðingar um að flokkurinn eigi fylgi inni. Fylgið hafi ekki haggast síðustu vikur og geri það líklega ekki. Flokkurinn gæti náð inn kjördæmakjörnum fulltrúa á þing. Sósíalistaflokkurinn mælist með mest fylgi í Reykjavík, eða 8,2 prósent, og svo um fimm prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og á Austurlandi. Gætu kosið strategískt Eva Heiða segir að það hafi verið talað um það hingað til að Íslendingar kjósi ekki taktískt í alþingiskosningum. Það gæti þó verið að breytast samhliða því að flokkunum sé að fjölga. „Því fleiri flokkar sem eru á mörkunum þá getur það ýtt undir strategíska kosningu, það er að segja, ef fólk vill kjósa einhvern sem á möguleika á að fara á þing.“ Hvað varðar næstu ríkisstjórn segir Eva Heiða að miðað við þessar niðurstöður væri auðveldast fyrir Samfylkingu, Viðreisn og Sjálfstæðisflokk að mynda sterka ríkisstjórn en það gæti líka verið fjögurra flokka stjórn. Samfylkingin og Viðreisn geti líklega myndað ríkisstjórn saman en þurfi með sér einn eða tvo flokka. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. 21. nóvember 2024 19:33 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum. 21. nóvember 2024 16:08 „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Samfylkingin bætir við sig þremur prósentum milli vikna í nýjustu könnun Maskínu og mælist nú með 22,7 prósenta fylgi. Eftir að hafa verið á niðurleið síðan í maí bætir flokkurinn í fyrsta sinn við sig milli kannana. Viðreisn er enn á uppleið og bætir við sig einu prósentustigi. Enn er marktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki, sem bætir þó við sig og er nú í 14,6 prósentum. Litlar eða engar breytingar eru á fylgi Miðflokks, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Lýðræðisflokks. Framsókn missir nokkuð fylgi, fer úr 7,3 í 5,9 prósent og Píratar detta út af þingi. Eftir stórt stökk í síðustu viku tapa Sósíalistar rúmu prósentustigi. Samkvæmt þessu myndi Samfylking fá 16 þingsæti, Viðreisn 15, Sjálfstæðisflokkurinn tíu, Miðflokkurinn níu, Flokkur fólksins sex, Framsóknarflokkurinn fjóra og Sósíalistar þrjá. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa verið í kringum 20 prósent í margar vikur. Fall síðustu viku gæti tengst máli Þórðar Snæs en gæti líka ekki tengst því. Hún segir Framsókn líklega ekki í hættu. Sögulega hafi flokkurinn verið vanmetinn í skoðanakönnunum og hafi fengið meira út úr kosningum. Þegar litið sé á skiptingu atkvæða eftir kjördæmum sé þó áhugavert að formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, gæti verið í hættu að ná ekki inn á þing. Sigurður Ingi í mögulegri hættu Samkvæmt könnun Maskínu er Framsóknarflokkurinn með mest fylgi á Norðurlandi, eða 11,7 prósent, en minnst í Reykjavík, eða 3,5 prósent. Á Suðurlandi, í kjördæmi Sigurðar Inga, mælist flokkurinn í nýjustu könnuninni með 9,4 prósent. Með í þeim tölum er líka fylgi flokksins á Reykjanesi. Píratar detta út af þingi samkvæmt könnuninni og Eva Heiða segir þeirra fylgi ekki haggast. Samkvæmt könnun Maskínu er flokkurinn með 4,3 prósenta fylgi. Mest er fylgið í Reykjavík en er þó aðeins um 6 prósent og 5,7 prósent í nágrannasveitarfélögum. Utan höfuðborgarsvæðisins mælast Píratar með 0,6-2,7 prósenta fylgi. „Þeir hafa yfirleitt verið ofmetnir í könnunum og ef maður á að byggja á því verður maður að segja að þeir séu í mikilli fallhættu,“ segir Eva Heiða. Fleiri flokkar séu á mörkunum, eins og Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn. Sá síðarnefndi er í heildina með 3,1 prósenta fylgi. Ef litið er til kjördæma ná þau aðeins í einu að vera yfir fimm prósentum og það er á Norðurlandi þar sem flokkurinn mælist með 6,9 prósenta fylgi. Eva Heiða segir flokkinn ekki hafa verið van- eða ofmetinn hingað til. Hún verði líklega að „éta hattinn sinn“ varðandi fyrri fullyrðingar um að flokkurinn eigi fylgi inni. Fylgið hafi ekki haggast síðustu vikur og geri það líklega ekki. Flokkurinn gæti náð inn kjördæmakjörnum fulltrúa á þing. Sósíalistaflokkurinn mælist með mest fylgi í Reykjavík, eða 8,2 prósent, og svo um fimm prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og á Austurlandi. Gætu kosið strategískt Eva Heiða segir að það hafi verið talað um það hingað til að Íslendingar kjósi ekki taktískt í alþingiskosningum. Það gæti þó verið að breytast samhliða því að flokkunum sé að fjölga. „Því fleiri flokkar sem eru á mörkunum þá getur það ýtt undir strategíska kosningu, það er að segja, ef fólk vill kjósa einhvern sem á möguleika á að fara á þing.“ Hvað varðar næstu ríkisstjórn segir Eva Heiða að miðað við þessar niðurstöður væri auðveldast fyrir Samfylkingu, Viðreisn og Sjálfstæðisflokk að mynda sterka ríkisstjórn en það gæti líka verið fjögurra flokka stjórn. Samfylkingin og Viðreisn geti líklega myndað ríkisstjórn saman en þurfi með sér einn eða tvo flokka.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. 21. nóvember 2024 19:33 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum. 21. nóvember 2024 16:08 „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Fólki er frekar misboðið“ Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. 21. nóvember 2024 19:33
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum. 21. nóvember 2024 16:08
„Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11