„Fólki er frekar misboðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 19:33 Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri segir framgöngu frambjóðenda Miðflokksins í skólanum í gær ósæmilega. Ingibjörg Isaksen oddviti Framsóknaflokksins í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á framboðsgögnum flokksins í VMA í gær. Vísir Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. Nemendafélag VMA hélt framboðsfund í skólanum í gær þar sem fulltrúum flokka í Norðausturkjördæmi var boðið. Hafi komið í skólann í leyfisleysi Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA segir að fjórum tímum eftir að fundinum lauk hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Þorgrímur Sigmundsson og Ágústa Ágústsdóttir frambjóðendur flokksins í öðru og þriðja sæti í Norðausturkjördæmi mætt aftur í skólann því þau töldu spurningum nemenda um tolla ósvarað. „Þau bara komu hér án þess að biðja um leyfi. En við höfum þá reglu hér að það þarf að biðja um leyfi til að koma inn í skólann og ræða við nemendur um stjórnmál í kosningabaráttu enda er fyrst og fremst lögð áhersla á skólastarf hér og framboðsfundinum lauk löngu áður,“ segir Sigríður. Sigríður segist hafa rætt við þau Þorgrím og Ágústu sem eru í öðru og þriðja sæti á lista Miðflokksins og farið yfir að það þyrfti leyfi fyrir svona heimsókn. „Þá fór Ágústa að tala um það hvað fundurinn fyrr um morguninn hefði verið ómálefnalegur og nemendur VMA hefðu verið dónalegir. Við vorum alls ekki sammála þeirra fullyrðingum og fórum yfir það með þeim. Nemendur sem höfðu haldið þennan fund voru á svæðinu og þau héldu áfram að tala með þessum hætti,“ segir Sigríður. Aðstoðarskólameistari hafi þurft í tvígang að biðja Miðflokksfólk um að fara Sigríður segir að nemendur hafi svo síðar leitað til aðstoðarskólameistara því formaður Miðflokksins hafi verið að krota á framboðsgögn annarra framboða. Aðstoðarskólameistarinn hafi í ljósi ósæmilegrar framgöngu þeirra ákveðið að vísa þeim af svæðinu. „Þá segir aðstoðarskólameistari við Þorgrím frambjóðanda Miðflokksins að þetta sé komið gott, þetta sé ómálefnalegt og biður þau um að fara. Þorgrímur fer og talar við Sigmund Davíð sem var að krota á framboðsgögn annarra flokka. Ég veit ekki hvað fór fram á milli frambjóðendanna í framhaldinu. Alla vega kemur Þorgrímur aftur til baka og er aftur sagt af aðstoðarskólastjóranum að yfirgefa svæðið því það var ekkert fararsnið á Sigmundi. Formaðurinn gefur sér svo dágóðan tíma í að standa upp og yfirgefa svæðið. Frambjóðendurnir ganga svo loks út og aðstoðarskólameistari á eftir til að fullvissa sig um að þau myndu yfirgefa húsið. Í framhaldinu sást til þeirra stilla sér upp á styttu af Þór fyrir utan skólann,“ segir Sigríður. Finnst leitt að formaðurinn gangist ekki við ábyrgð sinni Formaður Miðflokksins hafnaði því í Facebookfærslu í gær að honum hafi verið vísað úr skólanum og endurtók það í Bylgjufréttum í hádeginu þar sem hann sagði heimsóknina þá bestu hingað til í kosningabaráttu Miðflokksins. Sigríður er ósátt við framgöngu hans í málinu. „Það er mjög leiðinlegt að enn og aftur á einhver annar að bera ábyrgð á gjörðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en hann sjálfur. Fólki er frekar misboðið,“ segir hún. Lýsi innræti formannsins Ingibjörg Isaksen oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi er á mynd á framboðsbæklingi sem Sigmundur Davíð krotaði á í heimsókninni. Ingibjörg er ósátt við myndskreytinguna. „Ég held að þetta lýsi miklu frekar Sigmundi Davíð sjálfum miklu frekar en þeim sem hann er að krota á. Hann er einstaklingur sem er í framboði og formaður stjórnmálaflokks. Hann virðist vísa ábyrgðinni á alla aðra en sjálfan sig í þessu máli. Við sem erum í stjórnmálum verðum að axla ábyrgð og ég held að það sé kominn tími á að hann geri það,“ segir Ingibjörg. Formaður Miðflokksins myndskreytti og skrifaði á framboðsgögn annarra stjórnmálaflokka í VMA í gær.Vísir Ingibjörg segir marga haft samband og lýst yfir stuðningi vegna myndskreytingarinnar. „Það eru mjög margir búnir að hafa samband við okkur og hafa lýst yfir vanþóknun á myndskreytingunni eftir að myndin fór á flakk. Kennarar í VMA, foreldrar í skólanum og nemendur. Mér finnst þetta mál mjög leitt því þetta hefur haft áhrif á starf innan skólans og sett leiðinlegan blett á frábæran framboðsfund nemendafélags VMA í gær,“ segir Ingibjörg. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nemendafélag VMA hélt framboðsfund í skólanum í gær þar sem fulltrúum flokka í Norðausturkjördæmi var boðið. Hafi komið í skólann í leyfisleysi Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA segir að fjórum tímum eftir að fundinum lauk hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Þorgrímur Sigmundsson og Ágústa Ágústsdóttir frambjóðendur flokksins í öðru og þriðja sæti í Norðausturkjördæmi mætt aftur í skólann því þau töldu spurningum nemenda um tolla ósvarað. „Þau bara komu hér án þess að biðja um leyfi. En við höfum þá reglu hér að það þarf að biðja um leyfi til að koma inn í skólann og ræða við nemendur um stjórnmál í kosningabaráttu enda er fyrst og fremst lögð áhersla á skólastarf hér og framboðsfundinum lauk löngu áður,“ segir Sigríður. Sigríður segist hafa rætt við þau Þorgrím og Ágústu sem eru í öðru og þriðja sæti á lista Miðflokksins og farið yfir að það þyrfti leyfi fyrir svona heimsókn. „Þá fór Ágústa að tala um það hvað fundurinn fyrr um morguninn hefði verið ómálefnalegur og nemendur VMA hefðu verið dónalegir. Við vorum alls ekki sammála þeirra fullyrðingum og fórum yfir það með þeim. Nemendur sem höfðu haldið þennan fund voru á svæðinu og þau héldu áfram að tala með þessum hætti,“ segir Sigríður. Aðstoðarskólameistari hafi þurft í tvígang að biðja Miðflokksfólk um að fara Sigríður segir að nemendur hafi svo síðar leitað til aðstoðarskólameistara því formaður Miðflokksins hafi verið að krota á framboðsgögn annarra framboða. Aðstoðarskólameistarinn hafi í ljósi ósæmilegrar framgöngu þeirra ákveðið að vísa þeim af svæðinu. „Þá segir aðstoðarskólameistari við Þorgrím frambjóðanda Miðflokksins að þetta sé komið gott, þetta sé ómálefnalegt og biður þau um að fara. Þorgrímur fer og talar við Sigmund Davíð sem var að krota á framboðsgögn annarra flokka. Ég veit ekki hvað fór fram á milli frambjóðendanna í framhaldinu. Alla vega kemur Þorgrímur aftur til baka og er aftur sagt af aðstoðarskólastjóranum að yfirgefa svæðið því það var ekkert fararsnið á Sigmundi. Formaðurinn gefur sér svo dágóðan tíma í að standa upp og yfirgefa svæðið. Frambjóðendurnir ganga svo loks út og aðstoðarskólameistari á eftir til að fullvissa sig um að þau myndu yfirgefa húsið. Í framhaldinu sást til þeirra stilla sér upp á styttu af Þór fyrir utan skólann,“ segir Sigríður. Finnst leitt að formaðurinn gangist ekki við ábyrgð sinni Formaður Miðflokksins hafnaði því í Facebookfærslu í gær að honum hafi verið vísað úr skólanum og endurtók það í Bylgjufréttum í hádeginu þar sem hann sagði heimsóknina þá bestu hingað til í kosningabaráttu Miðflokksins. Sigríður er ósátt við framgöngu hans í málinu. „Það er mjög leiðinlegt að enn og aftur á einhver annar að bera ábyrgð á gjörðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en hann sjálfur. Fólki er frekar misboðið,“ segir hún. Lýsi innræti formannsins Ingibjörg Isaksen oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi er á mynd á framboðsbæklingi sem Sigmundur Davíð krotaði á í heimsókninni. Ingibjörg er ósátt við myndskreytinguna. „Ég held að þetta lýsi miklu frekar Sigmundi Davíð sjálfum miklu frekar en þeim sem hann er að krota á. Hann er einstaklingur sem er í framboði og formaður stjórnmálaflokks. Hann virðist vísa ábyrgðinni á alla aðra en sjálfan sig í þessu máli. Við sem erum í stjórnmálum verðum að axla ábyrgð og ég held að það sé kominn tími á að hann geri það,“ segir Ingibjörg. Formaður Miðflokksins myndskreytti og skrifaði á framboðsgögn annarra stjórnmálaflokka í VMA í gær.Vísir Ingibjörg segir marga haft samband og lýst yfir stuðningi vegna myndskreytingarinnar. „Það eru mjög margir búnir að hafa samband við okkur og hafa lýst yfir vanþóknun á myndskreytingunni eftir að myndin fór á flakk. Kennarar í VMA, foreldrar í skólanum og nemendur. Mér finnst þetta mál mjög leitt því þetta hefur haft áhrif á starf innan skólans og sett leiðinlegan blett á frábæran framboðsfund nemendafélags VMA í gær,“ segir Ingibjörg.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent