Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 16:51 Rússneskir hermenn í Kúrsk. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. Svipaða sögu er að segja af fregnum af morðum, pyntingum og illri meðferð á úkraínskum stríðsföngum í haldi Rússa. Samkvæmt Kyiv Independent er vitað til þess að að minnsta kosti 124 stríðsfangar hafi verið teknir af lífi við aðstæður sem þessar og að minnsta kosti 177 úkraínskir fangar hafa dáið í haldi Rússa. Heitir því að Rússar muni svara fyrir aftökurnar Nýtt myndband sem birt var af rússneskum herbloggara í gær sýnir hvernig rússneskir hermenn tóku tíu úkraínska hermenn af lífi. Embættismaður í Úkraínu segir hermennina hafa verið umkringda og þeir hafi neyðst til að gefast upp, áður en þeir voru teknir af lífi. Dmitró Lubinets, sem kemur að mannréttindamálum fyrir ríkisstjórn Úkraínu, segist hafa sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðanefndar Rauða krossins og tilkynnt þetta brot. Hann sagði alþjóðasamfélagið verða að bregðast við ódæðum rússneskra hermanna og brotum þeirra á Genfarsáttmálanum varðandi meðferð stríðsfanga. Þá hét hann því að Rússar muni gjalda fyrir þessa glæpi. Skutu tíu menn á grúfu Umrætt myndband sýnir hóp úkraínskra hermanna liggja á grúfu og að minnsta kosti fimm vopnaða Rússa standa yfir þeim. Sem einn hefja rússnesku hermennirnir svo skothríð á þá úkraínsku þar sem þeir liggja á jörðinni með hendur á hnakka. Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Svipaða sögu er að segja af fregnum af morðum, pyntingum og illri meðferð á úkraínskum stríðsföngum í haldi Rússa. Samkvæmt Kyiv Independent er vitað til þess að að minnsta kosti 124 stríðsfangar hafi verið teknir af lífi við aðstæður sem þessar og að minnsta kosti 177 úkraínskir fangar hafa dáið í haldi Rússa. Heitir því að Rússar muni svara fyrir aftökurnar Nýtt myndband sem birt var af rússneskum herbloggara í gær sýnir hvernig rússneskir hermenn tóku tíu úkraínska hermenn af lífi. Embættismaður í Úkraínu segir hermennina hafa verið umkringda og þeir hafi neyðst til að gefast upp, áður en þeir voru teknir af lífi. Dmitró Lubinets, sem kemur að mannréttindamálum fyrir ríkisstjórn Úkraínu, segist hafa sent bréf til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðanefndar Rauða krossins og tilkynnt þetta brot. Hann sagði alþjóðasamfélagið verða að bregðast við ódæðum rússneskra hermanna og brotum þeirra á Genfarsáttmálanum varðandi meðferð stríðsfanga. Þá hét hann því að Rússar muni gjalda fyrir þessa glæpi. Skutu tíu menn á grúfu Umrætt myndband sýnir hóp úkraínskra hermanna liggja á grúfu og að minnsta kosti fimm vopnaða Rússa standa yfir þeim. Sem einn hefja rússnesku hermennirnir svo skothríð á þá úkraínsku þar sem þeir liggja á jörðinni með hendur á hnakka. Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira