Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2024 16:47 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Vilhelm Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. „Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54
Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40
Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09