Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2024 16:47 Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Vilhelm Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að aldrei hafi verið uppi stórkostlegar áhyggjur um að lónið sjálft færi undir hraun. Áætlanir hafi verið til um hvernig skyldi fyllt upp í varnargarða ef til eldgoss kæmi. „Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þróun þessarar hrauntungu sem hefur runnið fram hjá varnargarðinum, rétt eins og flestir. Við höfum verið að reyna að átta okkur á stöðunni og sjá í gegnum þessa atburði,“ segir Helga. Hún segir viðbragðsaðila hafa gert ráð fyrir því að þurfa að loka gati á varnargarði við lónið, sem tókst. „Viðbragðsaðilar, verktakar og þeirra starfsmenn eru búnir að standa sig algjörlega stórkostlega. Fumlaust í alla staði og viðbragðið sterkt og gott.“ Sjá hverju vindur fram Hraun er yfir öllu bílaplani lónsins, en Helga segir að nú þurfi stjórnendur þess að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi varðandi starfsemi Bláa lónsins. „Eins og staðan er núna þurfum við eðlilega að sjá í gegnum þessa atburði. Sjá hvernig þróunin verður inn í kvöldið og nóttina og svo framvegis. Svo förum við aðeins að meta stöðuna og hvernig við ætlum að takast á við þessa áskorun,“ segir Helga. Um 200 manns hafi verið á hóteli lónsins í gær, en rýming hafi gengið vel. Starfsfólk sé orðið sjóað í að bregðast við og gestir hafi sýnt mikinn skilning. Athafnasvæðið virðist öruggt Líklegt er talið að varnargarðarnir umhverfis lónið muni halda. Helga segir magnað hvernig garðarnir eru hannaðir. „Og hvernig þeir ná að leiða hraunið eins og til er ætlast. Við búumst við því að það gangi allt saman eftir þannig að athafnasvæði okkar innan varnargarða er öruggt. Þá er það okkar að finna út úr því hvernig við leysum þessa stöðu utan varnargarða.“ Hún segir faglega hafa verið brugðist við, enda hafi viðbragðsaðilar verið undir það búnir að þurfa að loka glufum í varnargörðunum ef til eldgoss kæmi. Því hafi ekki verið uppi stórkostlegar áhyggjur um framtíð lónsins á neinum tímapunkti frá því eldgosið hófst á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54 Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Ferðamenn sem komust óáreittir mjög nálægt gosstöðvunum, vegna þess að það gleymdist að segja það vera töfrum líkast að sjá eldgos í slíku návígi. Einn ferðamannanna segist hafa brostið í grát. 21. nóvember 2024 13:54
Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu segir varnargarða umhverfis baðlónið vinsæla verja alla starfsemi félagsins. Hraun hefur náð bílastæði lónsins sem er utan varnargarða. 21. nóvember 2024 12:40
Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. 21. nóvember 2024 12:09