Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 12:13 Benjamín Netanjahú á þingi í Ísrael á mánudaginn. AP/Ohad Zwigenberg Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. Allir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Allir dómararnir þrír voru sammála um handtökuskipanirnar. Með þessu eru Netanjahú og hinir eftirlýstir víðsvegar um heiminn og mun þetta að líkindum einangra Ísraela enn frekar á alþjóðasviðinu. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Þá hafa margir af leiðtogum Hamas verið felldir í árásum Ísraela á undanförnu ári. Farið var fram á handtökuskipanirnar fyrr á þessu ári og fordæmdi Netanjahú þá kröfu á sínum tíma. Það gerði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna einnig, auk leiðtoga Hamas-samtakanna. Í ákvörðun þriggja dómara ICC segir að talinn sé grunnur fyrir því að bæði Netanjahú og Gallant, hafi vísvitandi brotið á rétti íbúa Gasastrandarinnar frá því árásir Ísraela þar hófust í kjölfar árása Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Það eiga þeir að hafa gert með því að takmarka mannúðaraðstoð á Gasaströndinni og vegna ítrekaðra árása á óbreytta borgara á svæðinu. Markvissar árásir hafi verið gerðar á óbreytta borgara og eru þeir sakaðir um morð og að beita hungri sem vopni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Tveir af þremur verið felldir Dómarar ICC hafa einnig gefið út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, sem gengur einnig undir nafninu „Deif“ og er hann sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Ísrael og Palestínu. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu. Handtökuskipanir voru einnig samþykktar á hendur Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Deif er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Allir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Allir dómararnir þrír voru sammála um handtökuskipanirnar. Með þessu eru Netanjahú og hinir eftirlýstir víðsvegar um heiminn og mun þetta að líkindum einangra Ísraela enn frekar á alþjóðasviðinu. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Þá hafa margir af leiðtogum Hamas verið felldir í árásum Ísraela á undanförnu ári. Farið var fram á handtökuskipanirnar fyrr á þessu ári og fordæmdi Netanjahú þá kröfu á sínum tíma. Það gerði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna einnig, auk leiðtoga Hamas-samtakanna. Í ákvörðun þriggja dómara ICC segir að talinn sé grunnur fyrir því að bæði Netanjahú og Gallant, hafi vísvitandi brotið á rétti íbúa Gasastrandarinnar frá því árásir Ísraela þar hófust í kjölfar árása Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Það eiga þeir að hafa gert með því að takmarka mannúðaraðstoð á Gasaströndinni og vegna ítrekaðra árása á óbreytta borgara á svæðinu. Markvissar árásir hafi verið gerðar á óbreytta borgara og eru þeir sakaðir um morð og að beita hungri sem vopni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Tveir af þremur verið felldir Dómarar ICC hafa einnig gefið út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, sem gengur einnig undir nafninu „Deif“ og er hann sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Ísrael og Palestínu. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu. Handtökuskipanir voru einnig samþykktar á hendur Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Deif er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33