Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar 21. nóvember 2024 10:47 Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun