Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar 21. nóvember 2024 10:47 Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun