Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar 21. nóvember 2024 10:47 Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Sjá meira
Viðreisn fer víðreist þessa dagana í að dásama ESB og evruna sem lausn flestra vandamála sem steðja að á Íslandi. Við heyrum aftur á móti lítið um hvernig gengur hjá eina ríki Norðurlanda sem er bæði í ESB og með evru. Sannleikurinn er að síðasta áratug hefur hagvöxtur í Finnlandi verið lítill eða 1% að jafnaði á ári á sama tíma og hagvöxtur á Íslandi hefur verið 3,9% að jafnaði á ári. Á mannamáli þá þýðir þetta að lífskjör í Finnlandi dragast aftur úr t.d. Íslandi jafnt og þétt. Árið 2011 var kaupmáttur(PPP) á Íslandi og Finnlands sá sami á þennan mælikvarða en í dag(2023) hefur kaupáttur á Íslandi hækkað um 20% umfram Finnland. Samræmd verðbólga, samkvæmt Hagstofu, er 1% í Finnlandi og stýrivextir um 3,5% eða 3,5X verðbólgan. Á Íslandi eru stýrivextir 8,5% en samræmd verðbólga 3,4% eða 2,5X verðbólgan. Viðreisn talar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi „viðræður“ við ESB með þann draum að hægt sé að semja sig frá regluverki sambandsins sem engum hefur tekist að gera eftir að reglunum var breytt áður en A-Evrópu var hleypt inn. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að taka við nýjum ríkjum sem hafa ekki klárað aðildarferlið með upptöku alls regluverks sambandsins mínus einhverjir gálgafrestir eða strangari reglur vegna verndunarsjónarmiða. Spurningin um „áframhaldandi aðildarviðræður og sjá samninginn í lokin“ er tóm þvæla enda segir Evrópusambandið sjálft að það sé ekki hægt að semja sig frá regluverki sambandsins og að sjálfsögðu „trúir“ Viðreisn ekki Evrópusambandinu því þá er öll tilvera Viðreisnar byggð á sandi. Fyrir liggur að núverandi umsóknarríki að ESB eru virkilega illa stödd á öllum sviðum og þau sjá ESB sem ákjósanlega leið til að byggja upp innviði á kostnað efnameiri ríkja ESB/EES eins og Ísland. Stjórnmálaflokkar á Ísland væri hollast að sinna sínum þjóðlegu skyldum en ekki setja alþjóðlegar skyldur í forgan sem yrði jú niðurstaðan með inngöngu í ESB. Það er annar flokkur sem ber að varast í ESB málum en það er núverandi eftirlíking Sjálfstæðisflokksins af gamla Sjálfstæðisflokknum en þessi eftirlíking er ekki treystandi fyrir horn í fullveldismálum frekar en Viðreisn. Höfundur er íslenskur ríkisborgari.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar