Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 21. nóvember 2024 08:46 Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar