„Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2024 15:27 Nýi landsliðsbúningurinn. hsí Búningasamningur HSÍ við Adidas er sá langstærsti sem sambandið hefur gert. Þetta segir framkvæmdastjóri HSÍ. Ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær verður hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna en ólíkt fyrri samningum er ekki jafn nauðsynlegt fyrir HSÍ fjárhagslega að treyjan seljist sem mest. Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira