Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 15:01 Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra Barnaheilla, verðlaunahöfum og formanni Barnaheilla. Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð, og Andrea Þórunn Björnsdóttir, eða amma Andreu, hlutu viðurkenningu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi árið 2024 við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Um er að ræða árlega viðurkenningu sem veitt er fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Var þetta í fyrsta sinn sem tvær viðurkenningar eru afhentar. Auk viðurkenningarinnar ákváðu Barnaheill að veita viðurkenningarhöfum í fyrsta sinn peningastyrk að upphæð 500 þúsund krónur sem nýta á í þau frábæru verkefni sem þau halda úti. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Karenu Rún Helgadóttur og Hjörleifi Steini Þórissyni frá Flotanum og Ömmu Andreu viðurkenninguna og hélt stutt ávarp. Góðverk ömmu Andreu til fyrirmyndar Að sögn Barnaheilla er Andrea Þórunn Björnsdóttir, sem gengur undir nafninu amma Andrea, mörgum kunn á Akranesi og víðar fyrir góðmennsku sína og náungakærleik. Í fjölda ára hefur hún staðið fyrir söfnunum til að styðja við fjölskyldur sem eiga um sárt að binda vegna veikinda eða annarra áfalla. Framtak Andreu er einstakt og ósérhlífið en myndi ekki ganga upp nema vegna aðkomu þeirra sem gefa söluvarning og þeirra sem kaupa hann eða styrkja starfið að öðru leyti. Því má segja að þetta góðverk ömmu Andreu sé fyrirmyndar samfélagsverkefni þar sem stórkostlegt einstaklingsframtak hennar sé öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ásamt ömmu Andreu. Draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga Starf Flotans er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu líkt og gert er í félagsmiðstöðvastarfi. Í umsögninni sem fylgdi einni tilnefningunni segir Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð er gríðarlega mikilvægt verkefni sem snýr að því að stuðla að öryggi og velferð unglinga, vinna að forvörnum og draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga. Í starfi Flotans ferðast starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar um borgina (oft utan opnunartíma félagsmiðstöðva) með það að markmiði að kortleggja stöðu á áhættuhegðun meðal unglinga og mynda tengsl við unglinga í viðkvæmri stöðu, vera til staðar fyrir þau, byggja upp traust og stuðla þannig að öryggi þeirra. Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra Barnaheilla, verðlaunahöfum og formanni Barnaheilla. Réttindi barna Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Um er að ræða árlega viðurkenningu sem veitt er fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Var þetta í fyrsta sinn sem tvær viðurkenningar eru afhentar. Auk viðurkenningarinnar ákváðu Barnaheill að veita viðurkenningarhöfum í fyrsta sinn peningastyrk að upphæð 500 þúsund krónur sem nýta á í þau frábæru verkefni sem þau halda úti. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Karenu Rún Helgadóttur og Hjörleifi Steini Þórissyni frá Flotanum og Ömmu Andreu viðurkenninguna og hélt stutt ávarp. Góðverk ömmu Andreu til fyrirmyndar Að sögn Barnaheilla er Andrea Þórunn Björnsdóttir, sem gengur undir nafninu amma Andrea, mörgum kunn á Akranesi og víðar fyrir góðmennsku sína og náungakærleik. Í fjölda ára hefur hún staðið fyrir söfnunum til að styðja við fjölskyldur sem eiga um sárt að binda vegna veikinda eða annarra áfalla. Framtak Andreu er einstakt og ósérhlífið en myndi ekki ganga upp nema vegna aðkomu þeirra sem gefa söluvarning og þeirra sem kaupa hann eða styrkja starfið að öðru leyti. Því má segja að þetta góðverk ömmu Andreu sé fyrirmyndar samfélagsverkefni þar sem stórkostlegt einstaklingsframtak hennar sé öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ásamt ömmu Andreu. Draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga Starf Flotans er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu líkt og gert er í félagsmiðstöðvastarfi. Í umsögninni sem fylgdi einni tilnefningunni segir Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð er gríðarlega mikilvægt verkefni sem snýr að því að stuðla að öryggi og velferð unglinga, vinna að forvörnum og draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga. Í starfi Flotans ferðast starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar um borgina (oft utan opnunartíma félagsmiðstöðva) með það að markmiði að kortleggja stöðu á áhættuhegðun meðal unglinga og mynda tengsl við unglinga í viðkvæmri stöðu, vera til staðar fyrir þau, byggja upp traust og stuðla þannig að öryggi þeirra. Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra Barnaheilla, verðlaunahöfum og formanni Barnaheilla.
Réttindi barna Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira