Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2024 12:02 Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mannréttindi Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar