Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2024 23:55 Fyrsta flugtakið í Hamborg í dag. Icelandair/Airbus Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. „Vélinni var flogið í prufuflugi í Hamborg í dag og við hlökkum til að taka á móti henni á Íslandi innan skamms. Koma vélarinnar markar upphaf nýs tímabils í sögu Icelandair,“ segir á facebook-síðu félagsins í kvöld. Hjólin sett upp í fyrsta sinn á flugi.Icelandair/Airbus Stefnt er að því að flugvélin verði afhent Icelandair mánudaginn 2. desember næstkomandi við athöfn í Hamborg. Henni verður síðan flogið til Íslands daginn eftir og áformað að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag þriðjudaginn 3. desember. Airbus-þotan lent að loknu fyrsta reynsluflugi.Icelandair/Airbus Airbus-þotan verður á þýsku skrásetningarnúmeri, D-AZXZ, meðan flugprófanir standa yfir. Þegar forráðamenn Icelandair taka við henni fær hún íslensku skrásetninguna TF-IAA. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í Boeing 757 200-þotum Icelandair. Flugvélin tekur flugið í dag.Icelandair/Airbus Icelandair á von á fjórum Airbus-þotum í flotann fyrir næsta sumar. Félagið leigir þessar þotur þar til það fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Þotunni ekið frá verksmiðju Airbus í átt að flugbrautinni í dag.Icelandair/Airbus Þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna, hefur staðið yfir undanfarna mánuði hjá Icelandair. Stefnt er að því þotan fari í sitt fyrsta áætlunarflug þann 10. desember. Gert er ráð fyrir að það verði til Stokkhólms í Svíþjóð. Í flugtaksklifri.Icelandair/Airbus Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55 Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Vélinni var flogið í prufuflugi í Hamborg í dag og við hlökkum til að taka á móti henni á Íslandi innan skamms. Koma vélarinnar markar upphaf nýs tímabils í sögu Icelandair,“ segir á facebook-síðu félagsins í kvöld. Hjólin sett upp í fyrsta sinn á flugi.Icelandair/Airbus Stefnt er að því að flugvélin verði afhent Icelandair mánudaginn 2. desember næstkomandi við athöfn í Hamborg. Henni verður síðan flogið til Íslands daginn eftir og áformað að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag þriðjudaginn 3. desember. Airbus-þotan lent að loknu fyrsta reynsluflugi.Icelandair/Airbus Airbus-þotan verður á þýsku skrásetningarnúmeri, D-AZXZ, meðan flugprófanir standa yfir. Þegar forráðamenn Icelandair taka við henni fær hún íslensku skrásetninguna TF-IAA. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í Boeing 757 200-þotum Icelandair. Flugvélin tekur flugið í dag.Icelandair/Airbus Icelandair á von á fjórum Airbus-þotum í flotann fyrir næsta sumar. Félagið leigir þessar þotur þar til það fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Þotunni ekið frá verksmiðju Airbus í átt að flugbrautinni í dag.Icelandair/Airbus Þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna, hefur staðið yfir undanfarna mánuði hjá Icelandair. Stefnt er að því þotan fari í sitt fyrsta áætlunarflug þann 10. desember. Gert er ráð fyrir að það verði til Stokkhólms í Svíþjóð. Í flugtaksklifri.Icelandair/Airbus
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55 Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37
Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. 10. september 2024 20:55
Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21