Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson skrifar 20. nóvember 2024 07:01 Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun. Það er helst að hinir flokkarnir deili um hve veiðigjöldin eigi að vera en sumir vilja hækka eitthvað gjöldin á meðan formaður Framsóknarflokksins boðaði ríkan vilja til þess að lækka gjöldin á „sjávarútvegsdeginum“ sem haldinn var í október sl. Flokkur fólksins leggur ríka áherslu á að taka á tvöfaldri verðlagningu á helstu útflutningsafurð þjóðarinnar. Sama á við um samþættingu veiða og vinnslu sem birtist m.a. með þeim hætti að verðlagning á makríl sem kemur til skipta til sjómanna á Íslandi er þriðjungurinn af því sem verðið er í Færeyjum. Ef það á að leggja á veiðigjöld þá er augljóst að verðlagningin á fiski þarf að fara fram með gagnsæjum hætti, en að öðrum kosti er og verður verðlagningin alger leikaraskapur. Á fyrrgreindum sjávarútvegsdegi þá greindi stjórnarformaður eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hróður frá því að með tæknilegustu vinnslu landsins og samþættri virðiskeðju næðist sá mikli árangur að útflutningsverðmæti á hvert veitt kg. af þorski skilaði þjóðarbúinu 652 kr. Það mátti skilja það á stjórnarformanninum að um væri að ræða kraftaverk sem enginn gæti leikið eftir í heiminum. Þegar betur var að gáð og skoðað hvað t.d. Færeyingar fá fyrir sinn ferska fisk sem fluttur er út í heilu lagi og án nokkurrar vinnslu, þá kom í ljós að verðið samkvæmt Hagstofu Færeyinga er 20% hærra en fékkst í kraftaverkavinnslunni í besta kerfi í heimi! Hvað skýrir þennan verðmun? Það er ekki gott að segja í hverju munurinn liggur en afar ólíklegt er að hráefnið spillist við að fara í gegnum eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Líklegra er að það sé eitt og annað sem mætti lagfæra hvað varðar sölumálin og kanna gaumgæfilega hvað verður eftir af verðmætum í „erlendum“ sölufélögum. Það er stórundarlegt að það sé til fólk sem gefur sig út fyrir að ætla að starfa í umboði þjóðarinnar án þess að taka þessi mál til skoðunar og sé tilbúið að fórna t.d. byggðinni í Grímsey á altari kerfis sem er augljóslega stórgallað. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun. Það er helst að hinir flokkarnir deili um hve veiðigjöldin eigi að vera en sumir vilja hækka eitthvað gjöldin á meðan formaður Framsóknarflokksins boðaði ríkan vilja til þess að lækka gjöldin á „sjávarútvegsdeginum“ sem haldinn var í október sl. Flokkur fólksins leggur ríka áherslu á að taka á tvöfaldri verðlagningu á helstu útflutningsafurð þjóðarinnar. Sama á við um samþættingu veiða og vinnslu sem birtist m.a. með þeim hætti að verðlagning á makríl sem kemur til skipta til sjómanna á Íslandi er þriðjungurinn af því sem verðið er í Færeyjum. Ef það á að leggja á veiðigjöld þá er augljóst að verðlagningin á fiski þarf að fara fram með gagnsæjum hætti, en að öðrum kosti er og verður verðlagningin alger leikaraskapur. Á fyrrgreindum sjávarútvegsdegi þá greindi stjórnarformaður eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hróður frá því að með tæknilegustu vinnslu landsins og samþættri virðiskeðju næðist sá mikli árangur að útflutningsverðmæti á hvert veitt kg. af þorski skilaði þjóðarbúinu 652 kr. Það mátti skilja það á stjórnarformanninum að um væri að ræða kraftaverk sem enginn gæti leikið eftir í heiminum. Þegar betur var að gáð og skoðað hvað t.d. Færeyingar fá fyrir sinn ferska fisk sem fluttur er út í heilu lagi og án nokkurrar vinnslu, þá kom í ljós að verðið samkvæmt Hagstofu Færeyinga er 20% hærra en fékkst í kraftaverkavinnslunni í besta kerfi í heimi! Hvað skýrir þennan verðmun? Það er ekki gott að segja í hverju munurinn liggur en afar ólíklegt er að hráefnið spillist við að fara í gegnum eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Líklegra er að það sé eitt og annað sem mætti lagfæra hvað varðar sölumálin og kanna gaumgæfilega hvað verður eftir af verðmætum í „erlendum“ sölufélögum. Það er stórundarlegt að það sé til fólk sem gefur sig út fyrir að ætla að starfa í umboði þjóðarinnar án þess að taka þessi mál til skoðunar og sé tilbúið að fórna t.d. byggðinni í Grímsey á altari kerfis sem er augljóslega stórgallað. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar