Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson skrifar 20. nóvember 2024 07:01 Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun. Það er helst að hinir flokkarnir deili um hve veiðigjöldin eigi að vera en sumir vilja hækka eitthvað gjöldin á meðan formaður Framsóknarflokksins boðaði ríkan vilja til þess að lækka gjöldin á „sjávarútvegsdeginum“ sem haldinn var í október sl. Flokkur fólksins leggur ríka áherslu á að taka á tvöfaldri verðlagningu á helstu útflutningsafurð þjóðarinnar. Sama á við um samþættingu veiða og vinnslu sem birtist m.a. með þeim hætti að verðlagning á makríl sem kemur til skipta til sjómanna á Íslandi er þriðjungurinn af því sem verðið er í Færeyjum. Ef það á að leggja á veiðigjöld þá er augljóst að verðlagningin á fiski þarf að fara fram með gagnsæjum hætti, en að öðrum kosti er og verður verðlagningin alger leikaraskapur. Á fyrrgreindum sjávarútvegsdegi þá greindi stjórnarformaður eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hróður frá því að með tæknilegustu vinnslu landsins og samþættri virðiskeðju næðist sá mikli árangur að útflutningsverðmæti á hvert veitt kg. af þorski skilaði þjóðarbúinu 652 kr. Það mátti skilja það á stjórnarformanninum að um væri að ræða kraftaverk sem enginn gæti leikið eftir í heiminum. Þegar betur var að gáð og skoðað hvað t.d. Færeyingar fá fyrir sinn ferska fisk sem fluttur er út í heilu lagi og án nokkurrar vinnslu, þá kom í ljós að verðið samkvæmt Hagstofu Færeyinga er 20% hærra en fékkst í kraftaverkavinnslunni í besta kerfi í heimi! Hvað skýrir þennan verðmun? Það er ekki gott að segja í hverju munurinn liggur en afar ólíklegt er að hráefnið spillist við að fara í gegnum eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Líklegra er að það sé eitt og annað sem mætti lagfæra hvað varðar sölumálin og kanna gaumgæfilega hvað verður eftir af verðmætum í „erlendum“ sölufélögum. Það er stórundarlegt að það sé til fólk sem gefur sig út fyrir að ætla að starfa í umboði þjóðarinnar án þess að taka þessi mál til skoðunar og sé tilbúið að fórna t.d. byggðinni í Grímsey á altari kerfis sem er augljóslega stórgallað. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun. Það er helst að hinir flokkarnir deili um hve veiðigjöldin eigi að vera en sumir vilja hækka eitthvað gjöldin á meðan formaður Framsóknarflokksins boðaði ríkan vilja til þess að lækka gjöldin á „sjávarútvegsdeginum“ sem haldinn var í október sl. Flokkur fólksins leggur ríka áherslu á að taka á tvöfaldri verðlagningu á helstu útflutningsafurð þjóðarinnar. Sama á við um samþættingu veiða og vinnslu sem birtist m.a. með þeim hætti að verðlagning á makríl sem kemur til skipta til sjómanna á Íslandi er þriðjungurinn af því sem verðið er í Færeyjum. Ef það á að leggja á veiðigjöld þá er augljóst að verðlagningin á fiski þarf að fara fram með gagnsæjum hætti, en að öðrum kosti er og verður verðlagningin alger leikaraskapur. Á fyrrgreindum sjávarútvegsdegi þá greindi stjórnarformaður eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hróður frá því að með tæknilegustu vinnslu landsins og samþættri virðiskeðju næðist sá mikli árangur að útflutningsverðmæti á hvert veitt kg. af þorski skilaði þjóðarbúinu 652 kr. Það mátti skilja það á stjórnarformanninum að um væri að ræða kraftaverk sem enginn gæti leikið eftir í heiminum. Þegar betur var að gáð og skoðað hvað t.d. Færeyingar fá fyrir sinn ferska fisk sem fluttur er út í heilu lagi og án nokkurrar vinnslu, þá kom í ljós að verðið samkvæmt Hagstofu Færeyinga er 20% hærra en fékkst í kraftaverkavinnslunni í besta kerfi í heimi! Hvað skýrir þennan verðmun? Það er ekki gott að segja í hverju munurinn liggur en afar ólíklegt er að hráefnið spillist við að fara í gegnum eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Líklegra er að það sé eitt og annað sem mætti lagfæra hvað varðar sölumálin og kanna gaumgæfilega hvað verður eftir af verðmætum í „erlendum“ sölufélögum. Það er stórundarlegt að það sé til fólk sem gefur sig út fyrir að ætla að starfa í umboði þjóðarinnar án þess að taka þessi mál til skoðunar og sé tilbúið að fórna t.d. byggðinni í Grímsey á altari kerfis sem er augljóslega stórgallað. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun