Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson skrifar 20. nóvember 2024 07:01 Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun. Það er helst að hinir flokkarnir deili um hve veiðigjöldin eigi að vera en sumir vilja hækka eitthvað gjöldin á meðan formaður Framsóknarflokksins boðaði ríkan vilja til þess að lækka gjöldin á „sjávarútvegsdeginum“ sem haldinn var í október sl. Flokkur fólksins leggur ríka áherslu á að taka á tvöfaldri verðlagningu á helstu útflutningsafurð þjóðarinnar. Sama á við um samþættingu veiða og vinnslu sem birtist m.a. með þeim hætti að verðlagning á makríl sem kemur til skipta til sjómanna á Íslandi er þriðjungurinn af því sem verðið er í Færeyjum. Ef það á að leggja á veiðigjöld þá er augljóst að verðlagningin á fiski þarf að fara fram með gagnsæjum hætti, en að öðrum kosti er og verður verðlagningin alger leikaraskapur. Á fyrrgreindum sjávarútvegsdegi þá greindi stjórnarformaður eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hróður frá því að með tæknilegustu vinnslu landsins og samþættri virðiskeðju næðist sá mikli árangur að útflutningsverðmæti á hvert veitt kg. af þorski skilaði þjóðarbúinu 652 kr. Það mátti skilja það á stjórnarformanninum að um væri að ræða kraftaverk sem enginn gæti leikið eftir í heiminum. Þegar betur var að gáð og skoðað hvað t.d. Færeyingar fá fyrir sinn ferska fisk sem fluttur er út í heilu lagi og án nokkurrar vinnslu, þá kom í ljós að verðið samkvæmt Hagstofu Færeyinga er 20% hærra en fékkst í kraftaverkavinnslunni í besta kerfi í heimi! Hvað skýrir þennan verðmun? Það er ekki gott að segja í hverju munurinn liggur en afar ólíklegt er að hráefnið spillist við að fara í gegnum eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Líklegra er að það sé eitt og annað sem mætti lagfæra hvað varðar sölumálin og kanna gaumgæfilega hvað verður eftir af verðmætum í „erlendum“ sölufélögum. Það er stórundarlegt að það sé til fólk sem gefur sig út fyrir að ætla að starfa í umboði þjóðarinnar án þess að taka þessi mál til skoðunar og sé tilbúið að fórna t.d. byggðinni í Grímsey á altari kerfis sem er augljóslega stórgallað. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun. Það er helst að hinir flokkarnir deili um hve veiðigjöldin eigi að vera en sumir vilja hækka eitthvað gjöldin á meðan formaður Framsóknarflokksins boðaði ríkan vilja til þess að lækka gjöldin á „sjávarútvegsdeginum“ sem haldinn var í október sl. Flokkur fólksins leggur ríka áherslu á að taka á tvöfaldri verðlagningu á helstu útflutningsafurð þjóðarinnar. Sama á við um samþættingu veiða og vinnslu sem birtist m.a. með þeim hætti að verðlagning á makríl sem kemur til skipta til sjómanna á Íslandi er þriðjungurinn af því sem verðið er í Færeyjum. Ef það á að leggja á veiðigjöld þá er augljóst að verðlagningin á fiski þarf að fara fram með gagnsæjum hætti, en að öðrum kosti er og verður verðlagningin alger leikaraskapur. Á fyrrgreindum sjávarútvegsdegi þá greindi stjórnarformaður eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hróður frá því að með tæknilegustu vinnslu landsins og samþættri virðiskeðju næðist sá mikli árangur að útflutningsverðmæti á hvert veitt kg. af þorski skilaði þjóðarbúinu 652 kr. Það mátti skilja það á stjórnarformanninum að um væri að ræða kraftaverk sem enginn gæti leikið eftir í heiminum. Þegar betur var að gáð og skoðað hvað t.d. Færeyingar fá fyrir sinn ferska fisk sem fluttur er út í heilu lagi og án nokkurrar vinnslu, þá kom í ljós að verðið samkvæmt Hagstofu Færeyinga er 20% hærra en fékkst í kraftaverkavinnslunni í besta kerfi í heimi! Hvað skýrir þennan verðmun? Það er ekki gott að segja í hverju munurinn liggur en afar ólíklegt er að hráefnið spillist við að fara í gegnum eina fullkomnustu fiskvinnslu heims. Líklegra er að það sé eitt og annað sem mætti lagfæra hvað varðar sölumálin og kanna gaumgæfilega hvað verður eftir af verðmætum í „erlendum“ sölufélögum. Það er stórundarlegt að það sé til fólk sem gefur sig út fyrir að ætla að starfa í umboði þjóðarinnar án þess að taka þessi mál til skoðunar og sé tilbúið að fórna t.d. byggðinni í Grímsey á altari kerfis sem er augljóslega stórgallað. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun