Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 15:00 Gísli Freyr Valdórsson heldur úti hlaðvarpinu Þjóðmálum. vísir/Vilhelm Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira