Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:26 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir.
Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira