Í tilkynningu segir að Rúnar komi með víðtæka reynslu úr stjórnunar- og sölustörfum, en hann hafi starfað við rekstrarstjórn og sölumál hjá ýmsum fyrirtækjum á Íslandi, þar á meðal Álfaborg, Vatn & veitur, Ölgerðinni, Odda Prentun og Lyf & heilsu.
Rúnar er menntaður iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands og hefur lokið MBA gráðu frá Háskóla Íslands.
Stólpi Gámar sérhæfir sig á sviði sölu, leigu og þjónustu við gáma og húseiningar og fleiri lausnir fyrir atvinnulífið og opinbera aðila. Stólpi Gámar (Klettaskjól ehf) er dótturfélag Styrkáss, samstæðu félaga sem hefur markað sér stefnu um innri og ytri vöxt á fimm kjarnasviðum: orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu og leigustarfsemi.