Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 19. nóvember 2024 07:30 Almannatryggingakerfið okkar, sem varðar framfærslu þeirra sem reyna að lifa af á örorku- og ellilífeyri, er eitthvað flóknasta og bútasaumaðasta kerfi sem fyrirfinnst í þessu landi. Þá eru fjölmargir angar þess hver öðrum furðulegri og maður stendur stundum á gati þegar maður rýnir í lögin og sér hvernig þau raunverulega virka, eða þá virka ekki fyrir þá verst settu. Þannig er það til dæmis með aldursviðbótina, sem áður hét „aldurstengd örorkuuppbót“. Um er að ræða greiðsluflokk sem hefur það markmið að jafna stöðu öryrkja sem verða snemma á æviskeiðinu óvinnufærir og geta þ.a.l. ekki aflað ýmissa réttinda sem launafólk getur aflað. Það eru því mikil sanngirnis- og réttlætisrök fyrir aldursviðbótinni. En svo komum við að því sem undarlegt er: þegar öryrkinn verður 67 ára þá lítur löggjafinn á það sem svo að hann læknist á einni nóttu og við það breytist hann í eldri borgara, sem nýtur annarskonar réttinda og lækkar í lífeyrislaunum um jafnvel tugþúsunda króna. Við þetta tímamark fellur aldursviðbótin niður, með tilheyrandi tekjuskerðingum fyrir fólkið í þessu bútasaumaða fjárhagslega ofbeldiskerfi. Ég segi fyrir mitt leyti að ef eitthvað er ættu öryrkjar að fá meiri réttindi eftir því sem þeir verða eldri, vegna þess að einstaklingur sem hefur verið fjárhagslega sveltur jafnvel allt sitt líf í þessu kerfi og verið metinn 75% öryrki við 18 ára aldur, getur á engan hátt verið betur staddur þegar hann verður 67 ára. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi einstaklingur er lamaður og fær ekki NPA-þjónustu og er vistaður á hjúkrunarheimili áður en hann verður 67. Þá er allt tekið af honum og vasapeningum hent í hann. Við í Flokki fólksins viljum gera breytingu á þessu keðjuverkandi skerðingarkerfi og setja það í lög að aldursviðbót öryrkja haldist ævilangt og þá einnig ekkert vasapeningafyrirkomulag, heldur ættu þeir halda þeir sinu fjárhagslega sjálfstæði. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Suðvesturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Almannatryggingakerfið okkar, sem varðar framfærslu þeirra sem reyna að lifa af á örorku- og ellilífeyri, er eitthvað flóknasta og bútasaumaðasta kerfi sem fyrirfinnst í þessu landi. Þá eru fjölmargir angar þess hver öðrum furðulegri og maður stendur stundum á gati þegar maður rýnir í lögin og sér hvernig þau raunverulega virka, eða þá virka ekki fyrir þá verst settu. Þannig er það til dæmis með aldursviðbótina, sem áður hét „aldurstengd örorkuuppbót“. Um er að ræða greiðsluflokk sem hefur það markmið að jafna stöðu öryrkja sem verða snemma á æviskeiðinu óvinnufærir og geta þ.a.l. ekki aflað ýmissa réttinda sem launafólk getur aflað. Það eru því mikil sanngirnis- og réttlætisrök fyrir aldursviðbótinni. En svo komum við að því sem undarlegt er: þegar öryrkinn verður 67 ára þá lítur löggjafinn á það sem svo að hann læknist á einni nóttu og við það breytist hann í eldri borgara, sem nýtur annarskonar réttinda og lækkar í lífeyrislaunum um jafnvel tugþúsunda króna. Við þetta tímamark fellur aldursviðbótin niður, með tilheyrandi tekjuskerðingum fyrir fólkið í þessu bútasaumaða fjárhagslega ofbeldiskerfi. Ég segi fyrir mitt leyti að ef eitthvað er ættu öryrkjar að fá meiri réttindi eftir því sem þeir verða eldri, vegna þess að einstaklingur sem hefur verið fjárhagslega sveltur jafnvel allt sitt líf í þessu kerfi og verið metinn 75% öryrki við 18 ára aldur, getur á engan hátt verið betur staddur þegar hann verður 67 ára. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi einstaklingur er lamaður og fær ekki NPA-þjónustu og er vistaður á hjúkrunarheimili áður en hann verður 67. Þá er allt tekið af honum og vasapeningum hent í hann. Við í Flokki fólksins viljum gera breytingu á þessu keðjuverkandi skerðingarkerfi og setja það í lög að aldursviðbót öryrkja haldist ævilangt og þá einnig ekkert vasapeningafyrirkomulag, heldur ættu þeir halda þeir sinu fjárhagslega sjálfstæði. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun