Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Ásgeir Sigurvinsson var frábær í leiknum og sá öðrum fremur til þess að íslensku strákarnir áttu síðasta orðið í apagrímumálinu. Getty/Werner/Arthur Fellig Ísland og Wales mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a> Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a>
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira