Brot mannsins áttu sér stað á bílastæði við Sigtúnsgarð á Selfossi. Honum var gefið að sök að kýla í hliðarrúðu bíls, sem brotnaði fyrir vikið, og þar á eftir ráðast á mann sem sat í ökumannsæti bílsins. Í ákæru segir að maðurinn hafi slegið ökumanninn í andlitið, en fyrir vikið hafi hann hlotið mar og bólgu á kjálka.
Maðurinn játaði brot sín skýlaust, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga játningu hans í efa.
Hann hefur áður verið dæmdur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot. Líkt og áður segir hlaut maðurinn 45 daga fangelsisdóm og þá er honum gert að greiða 366 þúsund krónur.