Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. nóvember 2024 13:17 Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun