Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. nóvember 2024 13:17 Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun