Sport

Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dedrick Deon Basile í leik á þessu tímabili, gegn ÍR. 
Dedrick Deon Basile í leik á þessu tímabili, gegn ÍR.  Vísir/Anton Brink

Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi var farið vel yfir framburð á nöfnum leikmanna í deildinni.

Umsjónarmenn þáttarins fengu send myndbönd frá hátt í tuttugu leikmönnum deildarinnar en stundum vefst þetta fyrir landanum og einnig fyrir þeim sem fjalla um íþróttina og lýsa leikjum.

En eitt nafn stóð sannarlega upp úr. Dedrick Deon Basile hefur verið hér á landi sem atvinnumaður í körfubolta í fjögur ár. Fyrst hjá Þór Akureyri, því næst fór hann í Njarðvík þar sem hann lék með liðinu í tvö tímabil og á síðasta tímabili spilaði hann með Grindvíkingum. Hann er í dag leikmaður Tindastóls.

En hvernig nafnið hans er borið fram er önnur saga. Það hefur í raun verið ranglega borið fram öll fjögur árin eins og kom fram í þættinum á föstudagskvöldið. Hér að neðan má sjá innslagið sem var í síðasta þætti.

Klippa: Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár



Fleiri fréttir

Sjá meira


×