Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2024 09:51 Skipagöngin yrðu þau fyrstu í heiminum. Framkvæmdir eiga að hefjast eftir rúmt ár. Kystverket Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. Verkið verður í alútboði og byrjað á því að auglýsa forval. Áhugasömum verktökum býðst að mæta á ráðstefnu um útboðið á Gardermoen við Osló þann 17. desember. Þar verður verkefnið kynnt ítarlega. Þótt útboðið verði auglýst er gerð skipaganganna ekki í höfn. Norska Stórþingið setti það skilyrði að skipagöngin mættu ekki kosta meira en 5.060 milljarða norskra króna, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Tilboð sem berast þurfa að vera vel innan þess kostnaðarramma til að norska ríkisstjórnin gefi grænt ljós. Annars þarf að leggja málið aftur fyrir Stórþingið. Skipagöngin, sem yrðu þau fyrstu í heiminum, eru umdeild í Noregi. Af þeim sökum hafa þarlend stjórnvöld ítrekað frestað ákvörðun og sífellt beðið um nýjar úttektir og skýrslur. Margir telja framkvæmdina glórulausa sóun fjármuna og gagnrýna forgangsröðunina en hæpið þykir að siglingatollur muni standa undir kostnaði. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 37 metra breið og 50 metra há.Kystverket Helstu rökin með göngunum eru þau að auka öryggi sjófarenda um röstina og veðravítið við Stað, sem þykir einhver hættulegasta siglingaleið heims. Göngin njóta stuðnings sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi sem og sveitarfélaga á nærsvæðinu. Ráðamenn þeirra sjá einnig þann kost að skipagöngin verði aðdráttarafl ferðamanna. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Stærð þeirra miðast við að farþegaferjur Kystruten og Hurtigruten geti siglt með öryggi um göngin. Fyrstu skipin sigla í gegn eftir sex ár, gangi áætlanir eftir.Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Samkvæmt tímaáætlun Kystverket hafa áhugasamir verktakar frest til 31. janúar til að gefa sig fram. Í marsmánuði verða þrír til fimm valdir til þátttöku í útboðinu. Þeir eiga síðan að skila inn fyrsta tilboði fyrir 1. júní og lokatilboði í október 2025. Ef allt gengur upp verður tilkynnt um val verktaka í nóvember og samningar þá undirritaðir. Verkið á að hefjast snemma árs 2026 og er framkvæmdatími áætlaður tæp fimm ár. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum má sjá hvernig verður að sigla um göngin: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Ferðalög Tengdar fréttir Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Verkið verður í alútboði og byrjað á því að auglýsa forval. Áhugasömum verktökum býðst að mæta á ráðstefnu um útboðið á Gardermoen við Osló þann 17. desember. Þar verður verkefnið kynnt ítarlega. Þótt útboðið verði auglýst er gerð skipaganganna ekki í höfn. Norska Stórþingið setti það skilyrði að skipagöngin mættu ekki kosta meira en 5.060 milljarða norskra króna, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Tilboð sem berast þurfa að vera vel innan þess kostnaðarramma til að norska ríkisstjórnin gefi grænt ljós. Annars þarf að leggja málið aftur fyrir Stórþingið. Skipagöngin, sem yrðu þau fyrstu í heiminum, eru umdeild í Noregi. Af þeim sökum hafa þarlend stjórnvöld ítrekað frestað ákvörðun og sífellt beðið um nýjar úttektir og skýrslur. Margir telja framkvæmdina glórulausa sóun fjármuna og gagnrýna forgangsröðunina en hæpið þykir að siglingatollur muni standa undir kostnaði. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 37 metra breið og 50 metra há.Kystverket Helstu rökin með göngunum eru þau að auka öryggi sjófarenda um röstina og veðravítið við Stað, sem þykir einhver hættulegasta siglingaleið heims. Göngin njóta stuðnings sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi sem og sveitarfélaga á nærsvæðinu. Ráðamenn þeirra sjá einnig þann kost að skipagöngin verði aðdráttarafl ferðamanna. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Stærð þeirra miðast við að farþegaferjur Kystruten og Hurtigruten geti siglt með öryggi um göngin. Fyrstu skipin sigla í gegn eftir sex ár, gangi áætlanir eftir.Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Samkvæmt tímaáætlun Kystverket hafa áhugasamir verktakar frest til 31. janúar til að gefa sig fram. Í marsmánuði verða þrír til fimm valdir til þátttöku í útboðinu. Þeir eiga síðan að skila inn fyrsta tilboði fyrir 1. júní og lokatilboði í október 2025. Ef allt gengur upp verður tilkynnt um val verktaka í nóvember og samningar þá undirritaðir. Verkið á að hefjast snemma árs 2026 og er framkvæmdatími áætlaður tæp fimm ár. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum má sjá hvernig verður að sigla um göngin:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Ferðalög Tengdar fréttir Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20
Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00