„Spila oftast best þegar ég er reiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 19:28 Ísak Bergmann fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/EPA Ísak Bergmann Jóhannesson átti góða innkomu í leik Íslands og Svartfjallalands í dag. Hann kom með kraft inn á miðjuna og innsiglaði sigur Íslands með marki undir lokin. „Fyrst og fremst er geggjað að ná í sigurinn, nú er úrslitaleikur í Wales. Ég var ánægður með mína innkomu. Það var smá reiði innra með mér og ég spila oftast best þegar ég er smá reiður. Ég átti góða innkomu og er sáttur,“ sagði Ísak Bergmann þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn í Svartfjallalandi í dag. Ísak Bergmann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í síðustu leikjum íslenska liðsins. Hann var því staðráðinn í að nýta tækifærið þegar hann kom inn af bekknum í kvöld. „Algjörlega. Maður þarf að nýta reiðina á réttan hátt. Ég kom inná með kraft, setti pressu og nýtti mína hlaupagetu. Maður þarf að nýta hana á réttan hátt.“ Ísak Bergmann var skiljanlega glaður þegar hann skoraði í kvöld.Vísir/EPA Ísak innsiglaði sigur Íslands með glæsilegu marki á 89. mínútu leiksins. „Þetta er ein besta tilfinningin að skoða landsliðsmark. Það er ótrúleg tilfinning og sérstaklega þegar það er sigurleikur. Þessi leikur var örugglega ekki mikið fyrir augað, mikið af návígjum og geggjað að ná að klára hann 2-0 og halda hreinu. Áfram gakk á móti Wales næst.“ Framundan er úrslitaleikur gegn Wales á þriðjudaginn um 2. sætið í riðlinum. Annað sætið tryggir umspil um að fara upp í A-riðil Þjóðadeildarinnar en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik um að halda sæti sínu í B-riðli. „Mér fannst við betri en Wales í Laugardalnum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við getum klárlega farið þangað og náð í þrjú stig. Það verður skemmtilegur leikur á flottum velli í Wales. Okkur hlakkar til,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtal Arons við Ísak Bergmann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
„Fyrst og fremst er geggjað að ná í sigurinn, nú er úrslitaleikur í Wales. Ég var ánægður með mína innkomu. Það var smá reiði innra með mér og ég spila oftast best þegar ég er smá reiður. Ég átti góða innkomu og er sáttur,“ sagði Ísak Bergmann þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn í Svartfjallalandi í dag. Ísak Bergmann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í síðustu leikjum íslenska liðsins. Hann var því staðráðinn í að nýta tækifærið þegar hann kom inn af bekknum í kvöld. „Algjörlega. Maður þarf að nýta reiðina á réttan hátt. Ég kom inná með kraft, setti pressu og nýtti mína hlaupagetu. Maður þarf að nýta hana á réttan hátt.“ Ísak Bergmann var skiljanlega glaður þegar hann skoraði í kvöld.Vísir/EPA Ísak innsiglaði sigur Íslands með glæsilegu marki á 89. mínútu leiksins. „Þetta er ein besta tilfinningin að skoða landsliðsmark. Það er ótrúleg tilfinning og sérstaklega þegar það er sigurleikur. Þessi leikur var örugglega ekki mikið fyrir augað, mikið af návígjum og geggjað að ná að klára hann 2-0 og halda hreinu. Áfram gakk á móti Wales næst.“ Framundan er úrslitaleikur gegn Wales á þriðjudaginn um 2. sætið í riðlinum. Annað sætið tryggir umspil um að fara upp í A-riðil Þjóðadeildarinnar en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik um að halda sæti sínu í B-riðli. „Mér fannst við betri en Wales í Laugardalnum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við getum klárlega farið þangað og náð í þrjú stig. Það verður skemmtilegur leikur á flottum velli í Wales. Okkur hlakkar til,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtal Arons við Ísak Bergmann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira