Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2024 14:28 Vegasamgöngur eru stærsti flokkur losunar á beinni ábyrgð Íslands. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að mati 54,1% aðspurðra í könnun Maskínu. Þá telja 27,4% að stjórnvöld geri nóg og 18,5% að stjórnvöld geri of mikið. Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri og hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa. 69,1% kjósenda á aldursbilinu 18 til 29 ára telja að stjórnvöld geri of lítið en hlutfallið er 49,2% meðal elsta hópsins, 60 ára og eldri. Greint er frá niðurstöðunum í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands en spurningin lögð fyrir könnunarhóp Maskínu. 54,7% svarenda á aldrinum 30 til 39 ára sögðu að stjórnvöld gerðu of lítið, 51,2% meðal 40 til 49 ára, og 44,7% meðal 50 til 59 ára. Niðurstöður úr könnun Maskínu.Maskína Meirihluti stuðningsmanna Miðflokks telur stjórnvöld hafa gert of mikið Afstaða fólks reyndist mjög misjöfn eftir því hvaða stjórnmálaflokk hinir aðspurðu sögðust ætla að kjósa. Þannig telja 54,5% þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn að stjórnvöld geri of mikið. Hið sama gildir um 33% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma telur helmingur þeirra sem ætla að kjósa Flokk fólksins (49,9%) að stjórnvöld geri of lítið. Hlutfall þeirra sem telja að stjórnvöld geri of lítið er hæst hjá þeim sem ætla að kjósa Pírata (97%). Næst koma Vinstri græn (88%), Sósíalistaflokkurinn (84%), Samfylkingin (75,5%), Viðreisn (69%), Flokkur fólksins (50%), Framsókn (48%), Miðflokkurinn (17%) og Sjálfstæðisflokkurinn (15%). Könnunin var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og spurningin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu frá 22. til 28. október 2024. Voru svarendur 1.864 talsins. Að sögn Maskínu voru svarendur íbúar á landsvísu á aldrinum 18 ára og eldri. Svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun svo þau endurspegli þjóðina. Tengd skjöl 2024-05-Aðgerðir_stjorn_valda-MaskínuskýrslaPDF402KBSækja skjal Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri og hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa. 69,1% kjósenda á aldursbilinu 18 til 29 ára telja að stjórnvöld geri of lítið en hlutfallið er 49,2% meðal elsta hópsins, 60 ára og eldri. Greint er frá niðurstöðunum í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands en spurningin lögð fyrir könnunarhóp Maskínu. 54,7% svarenda á aldrinum 30 til 39 ára sögðu að stjórnvöld gerðu of lítið, 51,2% meðal 40 til 49 ára, og 44,7% meðal 50 til 59 ára. Niðurstöður úr könnun Maskínu.Maskína Meirihluti stuðningsmanna Miðflokks telur stjórnvöld hafa gert of mikið Afstaða fólks reyndist mjög misjöfn eftir því hvaða stjórnmálaflokk hinir aðspurðu sögðust ætla að kjósa. Þannig telja 54,5% þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn að stjórnvöld geri of mikið. Hið sama gildir um 33% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma telur helmingur þeirra sem ætla að kjósa Flokk fólksins (49,9%) að stjórnvöld geri of lítið. Hlutfall þeirra sem telja að stjórnvöld geri of lítið er hæst hjá þeim sem ætla að kjósa Pírata (97%). Næst koma Vinstri græn (88%), Sósíalistaflokkurinn (84%), Samfylkingin (75,5%), Viðreisn (69%), Flokkur fólksins (50%), Framsókn (48%), Miðflokkurinn (17%) og Sjálfstæðisflokkurinn (15%). Könnunin var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og spurningin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu frá 22. til 28. október 2024. Voru svarendur 1.864 talsins. Að sögn Maskínu voru svarendur íbúar á landsvísu á aldrinum 18 ára og eldri. Svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun svo þau endurspegli þjóðina. Tengd skjöl 2024-05-Aðgerðir_stjorn_valda-MaskínuskýrslaPDF402KBSækja skjal
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira