Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar 16. nóvember 2024 11:32 Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun