Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2024 14:05 Frá afhendingu pokanna í Apóteki Suðurlands. Frá vinstri, Eyrún Olsen formaður dagskrárnefndar Kvenfélags Selfoss, Margrét Guðný Sölvadóttir, kvenfélagskona, Ásrún Karlsdóttir lyfjafræðingur, Bergrún Linda Björgvinsdóttir, lyfjafræðingur, Guðmunda Þorsteinsdóttir lyfjatæknir, Jórunn Helena Jónsdóttir formaður Kvenfélags Selfoss og Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona og hönnuður pokanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Konur í Kvenfélagi Selfoss hafa haft í nógu að snúast síðustu vikurnar við saumavélarnar sínar því þær tóku að sér að sauma fjölnota lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands, allt úr endurunnu efni. Það er alltaf mikill kraftur í kvenfélagskonum um allt land því þær eru alltaf að vinna að einhverjum skemmtilegum og jákvæðum verkefnum og gefa til samfélagsins. Það kom einmitt fram á landsfundi Kvenfélagasambands Íslands á Ísafirði á dögunum að kvenfélagskonur á Íslandi gáfu um 165 milljónir króna til góðgerðarmála á árununum 2021 til 2023. En snúum okkur að Kvenfélagi Selfoss, sem var að ljúka við skemmtilegt verkefni en konurnar þar voru að sauma lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands á Selfossi, samtals 100 poka, sem voru afhentir nú í vikunni. „Þetta var bara mjög skemmtilegt verkefni og allt upp í 12 konur, sem hafa tekið þátt,” segir Jórunn Helena Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss. Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona sá um útfærslu á pokunum. „Þá fær hver sinn lyfjapoka með sínum fjórum boxum og það eru lyf fyrir einn mánuð. Síðan kemur viðkomandi aftur í apótekið með pokann sinn með tómum boxum og fær fyllt box í sama poka. Þannig að það er ekki þetta endalausa pappírsumbúða bruðl lengur,” segir Sigríður. Og mikil endurnýting var í gangi við gerð pokanna. „Ég er nú hrædd um það. Þetta eru gömlu stofugardínurnar okkar, það er allt orðið gardínulaust hér, og gamlir borðdúkar og fataefni, bútasaumsefni og bara nefndu það,” segir Sigríður kát og glöð með verkefnið. Mikil ánægja er með pokana, sem eru allir úr endurunnu efni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Þorsteinsdóttir einn eigenda Apóteks Suðurlands er hæstánægð með nýju pokana. „Þetta er fullkomið, mikið fallegir pokar og svo gaman að getað haft þetta líka sem fjáröflun fyrir kvenfélagið og ég vissi að þær hefðu gaman af því að sitja saman og sauma. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,” segir Guðmunda. Facebooksíða Kvenfélags Selfoss Árborg Lyf Umhverfismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Það er alltaf mikill kraftur í kvenfélagskonum um allt land því þær eru alltaf að vinna að einhverjum skemmtilegum og jákvæðum verkefnum og gefa til samfélagsins. Það kom einmitt fram á landsfundi Kvenfélagasambands Íslands á Ísafirði á dögunum að kvenfélagskonur á Íslandi gáfu um 165 milljónir króna til góðgerðarmála á árununum 2021 til 2023. En snúum okkur að Kvenfélagi Selfoss, sem var að ljúka við skemmtilegt verkefni en konurnar þar voru að sauma lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands á Selfossi, samtals 100 poka, sem voru afhentir nú í vikunni. „Þetta var bara mjög skemmtilegt verkefni og allt upp í 12 konur, sem hafa tekið þátt,” segir Jórunn Helena Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss. Sigríður Guðmundsdóttir, kvenfélagskona sá um útfærslu á pokunum. „Þá fær hver sinn lyfjapoka með sínum fjórum boxum og það eru lyf fyrir einn mánuð. Síðan kemur viðkomandi aftur í apótekið með pokann sinn með tómum boxum og fær fyllt box í sama poka. Þannig að það er ekki þetta endalausa pappírsumbúða bruðl lengur,” segir Sigríður. Og mikil endurnýting var í gangi við gerð pokanna. „Ég er nú hrædd um það. Þetta eru gömlu stofugardínurnar okkar, það er allt orðið gardínulaust hér, og gamlir borðdúkar og fataefni, bútasaumsefni og bara nefndu það,” segir Sigríður kát og glöð með verkefnið. Mikil ánægja er með pokana, sem eru allir úr endurunnu efni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Þorsteinsdóttir einn eigenda Apóteks Suðurlands er hæstánægð með nýju pokana. „Þetta er fullkomið, mikið fallegir pokar og svo gaman að getað haft þetta líka sem fjáröflun fyrir kvenfélagið og ég vissi að þær hefðu gaman af því að sitja saman og sauma. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,” segir Guðmunda. Facebooksíða Kvenfélags Selfoss
Árborg Lyf Umhverfismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira