Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 07:33 Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun