Steig á tána á Mike Tyson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 17:32 Jake Paul sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir þessum kinnhesti frá Mike Tyson en trúir því einhver? Getty/ Stephen McCarthy Mike Tyson hefur nú útskýrt það af hverju hann snöggreiddist í gær og gaf Jake Paul vænan kinnhest á vigtuninni fyrir bardaga þeirra í nótt. Félagarnir mætast i hringnum í Texas og það er óhætt að segja að áhuginn sé mikill á þessum stórfurðulega bardaga þar sem Youtube stjarna á þrítugsaldri mætir 58 ára gömlum fyrrum heimsmeistara í hringnum. Talið er um að Tyson fái tuttugu milljónir dollara fyrir bardagann, 2,7 milljarða, en Jake Paul tvöfalt meira eða 5,5 milljarða í íslenskum krónum. Áhuginn minnkaði ekki eftir lætin í gær þar sem Jake Paul skreið upp að Tyson sem skyndilega ákvað að slá hann á kinnina þegar þeir stóðu andspænis hvorum öðrum. Einhverjir héldu eflaust að Tyson hafi talið að Jake Paul hafi verið að sýna honum óvirðingu en það hefur svo sem verið nóg af því í aðdraganda bardagans. Ástæðan var hins vegar allt önnur. „Hann seig á tána mína af því að hann er helvítis fífl. Ég fann vel fyrir þessu og ég varð að bregðast við,“ sagði Mike Tyson. Jake Paul er þekktur fyrir að taka upp á alls konar hlutum í aðdraganda bardaga sinna og það kæmi ekki mikið á óvart ef hann hefði ekki æft þetta fyrir fram. Allt til þess að fá sterk viðbrögð frá hinum reynda Tyson. Jake Paul er að keppa við hnefaleikagoðsögn en Tyson kemst á sjötugsaldurinn eftir bara tvö ár. Paul er samt sannfærður að það skipti engu máli. Hann er þrjátíu árum yngri. „Ég trúi því að ég gæti unnið Mike Tyson sama hvenær á hans ferli við myndum berjast,“ sagði Jake Paul. Tyson var margfaldur heimsmeistari þegar hann var upp á sitt besta og rotaði þá mann og annan í hringnum. Við fáum víst aldrei að vita svarið við þessu en það er eins gott fyrir Paul að hann vinni þá Tyson þegar hann er 58 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Box Tengdar fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03 Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56 Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Félagarnir mætast i hringnum í Texas og það er óhætt að segja að áhuginn sé mikill á þessum stórfurðulega bardaga þar sem Youtube stjarna á þrítugsaldri mætir 58 ára gömlum fyrrum heimsmeistara í hringnum. Talið er um að Tyson fái tuttugu milljónir dollara fyrir bardagann, 2,7 milljarða, en Jake Paul tvöfalt meira eða 5,5 milljarða í íslenskum krónum. Áhuginn minnkaði ekki eftir lætin í gær þar sem Jake Paul skreið upp að Tyson sem skyndilega ákvað að slá hann á kinnina þegar þeir stóðu andspænis hvorum öðrum. Einhverjir héldu eflaust að Tyson hafi talið að Jake Paul hafi verið að sýna honum óvirðingu en það hefur svo sem verið nóg af því í aðdraganda bardagans. Ástæðan var hins vegar allt önnur. „Hann seig á tána mína af því að hann er helvítis fífl. Ég fann vel fyrir þessu og ég varð að bregðast við,“ sagði Mike Tyson. Jake Paul er þekktur fyrir að taka upp á alls konar hlutum í aðdraganda bardaga sinna og það kæmi ekki mikið á óvart ef hann hefði ekki æft þetta fyrir fram. Allt til þess að fá sterk viðbrögð frá hinum reynda Tyson. Jake Paul er að keppa við hnefaleikagoðsögn en Tyson kemst á sjötugsaldurinn eftir bara tvö ár. Paul er samt sannfærður að það skipti engu máli. Hann er þrjátíu árum yngri. „Ég trúi því að ég gæti unnið Mike Tyson sama hvenær á hans ferli við myndum berjast,“ sagði Jake Paul. Tyson var margfaldur heimsmeistari þegar hann var upp á sitt besta og rotaði þá mann og annan í hringnum. Við fáum víst aldrei að vita svarið við þessu en það er eins gott fyrir Paul að hann vinni þá Tyson þegar hann er 58 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Box Tengdar fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03 Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56 Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03
Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56
Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn