Steig á tána á Mike Tyson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 17:32 Jake Paul sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir þessum kinnhesti frá Mike Tyson en trúir því einhver? Getty/ Stephen McCarthy Mike Tyson hefur nú útskýrt það af hverju hann snöggreiddist í gær og gaf Jake Paul vænan kinnhest á vigtuninni fyrir bardaga þeirra í nótt. Félagarnir mætast i hringnum í Texas og það er óhætt að segja að áhuginn sé mikill á þessum stórfurðulega bardaga þar sem Youtube stjarna á þrítugsaldri mætir 58 ára gömlum fyrrum heimsmeistara í hringnum. Talið er um að Tyson fái tuttugu milljónir dollara fyrir bardagann, 2,7 milljarða, en Jake Paul tvöfalt meira eða 5,5 milljarða í íslenskum krónum. Áhuginn minnkaði ekki eftir lætin í gær þar sem Jake Paul skreið upp að Tyson sem skyndilega ákvað að slá hann á kinnina þegar þeir stóðu andspænis hvorum öðrum. Einhverjir héldu eflaust að Tyson hafi talið að Jake Paul hafi verið að sýna honum óvirðingu en það hefur svo sem verið nóg af því í aðdraganda bardagans. Ástæðan var hins vegar allt önnur. „Hann seig á tána mína af því að hann er helvítis fífl. Ég fann vel fyrir þessu og ég varð að bregðast við,“ sagði Mike Tyson. Jake Paul er þekktur fyrir að taka upp á alls konar hlutum í aðdraganda bardaga sinna og það kæmi ekki mikið á óvart ef hann hefði ekki æft þetta fyrir fram. Allt til þess að fá sterk viðbrögð frá hinum reynda Tyson. Jake Paul er að keppa við hnefaleikagoðsögn en Tyson kemst á sjötugsaldurinn eftir bara tvö ár. Paul er samt sannfærður að það skipti engu máli. Hann er þrjátíu árum yngri. „Ég trúi því að ég gæti unnið Mike Tyson sama hvenær á hans ferli við myndum berjast,“ sagði Jake Paul. Tyson var margfaldur heimsmeistari þegar hann var upp á sitt besta og rotaði þá mann og annan í hringnum. Við fáum víst aldrei að vita svarið við þessu en það er eins gott fyrir Paul að hann vinni þá Tyson þegar hann er 58 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Box Tengdar fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03 Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56 Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Félagarnir mætast i hringnum í Texas og það er óhætt að segja að áhuginn sé mikill á þessum stórfurðulega bardaga þar sem Youtube stjarna á þrítugsaldri mætir 58 ára gömlum fyrrum heimsmeistara í hringnum. Talið er um að Tyson fái tuttugu milljónir dollara fyrir bardagann, 2,7 milljarða, en Jake Paul tvöfalt meira eða 5,5 milljarða í íslenskum krónum. Áhuginn minnkaði ekki eftir lætin í gær þar sem Jake Paul skreið upp að Tyson sem skyndilega ákvað að slá hann á kinnina þegar þeir stóðu andspænis hvorum öðrum. Einhverjir héldu eflaust að Tyson hafi talið að Jake Paul hafi verið að sýna honum óvirðingu en það hefur svo sem verið nóg af því í aðdraganda bardagans. Ástæðan var hins vegar allt önnur. „Hann seig á tána mína af því að hann er helvítis fífl. Ég fann vel fyrir þessu og ég varð að bregðast við,“ sagði Mike Tyson. Jake Paul er þekktur fyrir að taka upp á alls konar hlutum í aðdraganda bardaga sinna og það kæmi ekki mikið á óvart ef hann hefði ekki æft þetta fyrir fram. Allt til þess að fá sterk viðbrögð frá hinum reynda Tyson. Jake Paul er að keppa við hnefaleikagoðsögn en Tyson kemst á sjötugsaldurinn eftir bara tvö ár. Paul er samt sannfærður að það skipti engu máli. Hann er þrjátíu árum yngri. „Ég trúi því að ég gæti unnið Mike Tyson sama hvenær á hans ferli við myndum berjast,“ sagði Jake Paul. Tyson var margfaldur heimsmeistari þegar hann var upp á sitt besta og rotaði þá mann og annan í hringnum. Við fáum víst aldrei að vita svarið við þessu en það er eins gott fyrir Paul að hann vinni þá Tyson þegar hann er 58 ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
Box Tengdar fréttir Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03 Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56 Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Þótt veðbankar telji Jake Paul líklegri sigurvegara en Mike Tyson í bardaga þeirra eru ýmsir sem hafa trú á gamla heimsmeistaranum. Fáir meiri en hnefaleikakonan Katie Taylor. 15. nóvember 2024 10:03
Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Hnefaleikagoðsögnin Mike Tyson missti aðeins stjórn á sér kvöldið fyrir bardaga hans á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. 15. nóvember 2024 01:56
Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson. 14. nóvember 2024 13:02