Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun